Kata á Sprey er mörgum kunnug þegar kemur að hári en hún hefur séð um hárið mitt síðan í janúar og ég er alveg í skýjunum með hana.
Mig langaði að spyrja hana nokkurra spurninga þar sem ég dáist að því hversu dugleg hún er að koma sjálfri sér á framfæri og áhugaverð tækifærin sem hún hefur fengið síðastliðið ár.
Hver ertu, hversu gömul og hvaðan ertu?
Ég heiti Katrín Sif Jónsdóttir og er 27 ára hárgreiðslukona úr Mosfellsbæ.
Hvenær kláraðiru námið í hárgreiðslu?
Ég kláraði námið 2009 og opnaði þá Sprey hárstofu sem ég rek og vinn á dag.
Hvernig kom til að þú opnaðir Sprey?
Ég held það sé draumur allra að eiga sitt eigið fyrirtæki. Ég var virkilega heppin með Sprey, hún kom alveg óvænt upp í hendurnar á mér og fyrrverandi samstarfskonu minni.
Hversu marga liti hefuru verið með í hárinu og hver er uppáhalds?
Frá því að ég fermdist hef ég verið að lýsa á mér hárið og hef verið aflituð lengi. Þegar maður er svona ljóshærður er mjög gaman að leika sér með ónáttúrulega litatóna. Ég hef verið græn, bleik, fjólublá, blá og grá en ef ég þyfti að velja þá eru fjólublár og bleikur í uppáhaldi. Mér finnst ég vera ég þegar það er smá litaður tónn á hárinu.
Segðu mér endilega frá hvernig upplifunin var á tískuvikum í París og Prag.
Mér finnst ég vera heppin því mér hefur gengið vel að koma mér áfram í því sem ég elska að gera. Ég kalla þetta ekki vinnuna mína því ég elska að gera hár og nýt þess í botn að gera það sem ég elska alla daga. Ég er ein af fáum sem hafa fundið hvað ég eigi að gera í lífinu og mig langar svo sannarlega að komast lengra í hárbransanum!
Ég hef greitt fyrir mjörg tímarit, innlend sem erlend, og í fyrra fékk ég tækifæri til að fara til Prag að greiða á tískuviku. Þar var þvílíkur draumur að rætast og var það skemmtileg upplifun sem ég lærði mikið af.
Kevin Murphy teymið var mjög ánægt með mig og buðu þau mér að koma aftur núna þetta ár til Prag og auðvitað mætti ég. Í Prag sáum við í Kevin Murphy teyminu um að greiða heila helgi fyrir alla hönnuðina. Við vorum að vinna frá 7 að morgni til 00:30 á kvöldin. Mikil spenna í gangi og það er sko mikið hlegið.
En núna í júlí rættist risastór draumur, Kevin Murphy teymið bauð mér líka til Parísar á tískuvikuna þar!
Það er stærsta tækifæri sem ég hef fengið! Ég öskraði þegar ég fékk þennan póst! Við vorum að greiða fyrir hönnuðinn Bonnie Wong, fötin hans og hönnun eru svo falleg og einstök. París var allt önnur upplifun en Prag, meiri fullkomnun og nákvæmni.
Bali. Ég mun ferðast þangað ein og ætla ég mér að lenda í ævintýrum og njóta lífsins. Ég ætla að kafa og fara í brimbrettaskóla.
Þau hjá KM voru einmitt að senda mér póst um að koma aftur til Prag í september og greiða fyrir næstu tískuviku. Ég þarf að sleppa því í þetta skiptið því ég er að fara til Bali á sama tíma.
Hvað er næst á dagskrá hjá þér?
Bali. Ég mun ferðast þangað ein og ætla ég mér að lenda í ævintýrum og njóta lífsins. Ég ætla að kafa og fara í brimbrettaskóla.
Hvað myndiru vilja starfa við ef þú værir ekki að gera það sem þú ert að gera núna?
Ég hef ekki hugmynd um hvað ég ætti að vera gera annað en hár. Ég hef samt alltaf haft áhuga á hönnun og list. Hef sótt mörg list námskeið og ég gæti hugsað mér að fara í grafíska hönnun.
Hvað er vandræðalegasti hlutur sem þú hefur lent í?
Ég er ekki vandræðaleg týpa, ég er feimin en ekki vandræðaleg svo ég lendi ekki oft í vandræðalegum hlutum held ég. Reyni að láta fólki bara líða vel í kringum mig. Mér finnst ekkert asnalegt, hver ber bara sinn sjarma.
Ertu A eða B manneskja?
Ég er klárlega B manneskja. Get dúllað mér mikið á kvöldin. Á sumrin mætir stundum A manneskjan sem hoppar í ræktina eldsnemma…. en ég er B manneskja inn við beinið.
Hvar sérðu sjálfa þig eftir 10 ár?
Eftir 10 ár!? Ég lifi yfirleitt í núinu en plana svona minni hluti eins og hvert ég vil ferðast og ná ákveðnum markmiðum. Eftir 10 ár vona ég að ég sé ennþá eldhress, heilbrigð og hamingjusöm
Uppáhalds hönnuðurinn þinn?
Ég á mér ekki uppáhaldshönnuð. Ég elska þegar fólk klæðir sig eins og það vill. Ég er rokkari í mér og algert nörd. Vel það sem mér finnst töff.
Hvað ertu að fara gera á eftir?
Á eftir er ég að fara á æfingu og svo skella mér í grillpartý og spilakvöld. Elska að spila með góðum vinum.
Hvernig slakaru á?
Úff ég kann eiginlega ekki að slaka á en ég fer reglulega í gufu eða heitan pott og reyni að anda rólega og loka augunum. Það er yfirleitt nóg en það að sofa út gerir mest fyrir mig.
Á skalanum 1-10, hversu pjöttuð ertu?
Ég er ekki pjöttuð, kannski 2-3. Ég held það séu hlutir sem flestum finnst ógeðslegt sem mér finnst líka. En ég er mjög róleg yfir flestum.
Hvaða karlmaður finnst þér vera mest aðlaðandi? (erlendur eða íslenskur)
Hmmm ég ætla nefna nokkra… Liam Neeson, Canning Tatum, Liam Hemsworth eru allir með þetta og svo er hún Cameron Diaz my fave!
Hver er uppáhalds hluturinn þinn? (flík, eitthvað sem er inná heimilinu, snyrtivara)
Mér þykir mjög vænt um ljóð sem Unnur vinkona mín bjó til um mig og gaf mér í afmælisgjöf, Me To You bangsana mína og svo sæta köttinn minn hana Betty. Hún er í mestu uppáhaldi.
Hver er uppáhalds hárvaran þín?
Uppáhalds vörurnar mínar eru Born Again næringin frá Kevin Murphy, hárið verður svo mjúkt og endurnýjast við þá næringu og Body Mass frá Kevin Murphy, Sp Lux olían og Miracle Hair frá Eleven, þetta er allt eitthvað sem ég nota alltaf !
Að lokum: Hvert er heilræði þitt til okkar hinna?
Lifðu daginn í dag eins og hann sé þinn síðasti og hugsaðu alltaf vel um hárið þitt!
Hér geturu séð hvað Kata er að brasa í vinnunni og hér fyrir neðan er video frá Paris Fashion Week!
Krabbastelpan Eva Rós er fædd árið 1989, á tvö börn og góðan mann. Eva er mikill áhugamaður um hverskyns gamanmál en einnig uppeldi, ferðalög, heilsu, líkamsrækt, vín, matreiðslu, veisluhöld, kokteilagerð og góða þjónustu. Mottó Evu í lífinu er einfalt: Hver er sinnar gæfu smiður