Guðbjörg Finnsdóttir hefur lengi deilt frábærum heilsuráðum með lesendum Pjattsins. Það erum við þakklát fyrir af því faglegra gerist fólk ekki en þessi snillingur.
Guðbjörg er menntaður íþróttafræðingur. Hún er 48 ára og býr í Garðabænum ásamt eiginmanni sínum Kjartani Kjartanssyni og saman eiga þau þrjú börn, 9 ára strák og 13 og 15 ára stelpur en hún er fædd og uppalinn í Sandgerði.
Haustið 2012 byrjaði Guðbjörg með leikfimistöðina G-Fit heilsurækt í Garðabænum en þar býður hún upp á námskeið sem koma þér í form á stuttum tíma. Það getum við staðfest.
„Góð heilsa samanstendur af hreyfingu, hollu mataræði og hvíld. H in þrjú. Þetta er einfalt og er alltaf í gildi,” segir Guðbjörg sem nýtur þess sjálf að hreyfa sig og þakkar fyrir það. „Sumarfrí breytir engu, ég er alltaf jafn dugleg að hreyfa mig og geri daglega eitthvað, sirka klukkutíma á dag. Einn hvíldardagur er samt nauðsynlegur,” segir hún og bætir við að hún sé alveg sannfærð um að maður geti verið í góðu formi alla ævina.
„Núna er ég 48 ára og hef alltaf þá tilfinningu að ég sé í betra formi en í fyrra! Ef engin veikindi stoppa þig þá heldur þú þér í formi með reglulegri þjálfun alla ævi,” segir Guðbjörg sem er sjálf í fantaformi.
Svo góðu að konur 30 árum yngri geta öfundað hana og tekið sér til fyrirmyndar og það er fullkomlega óhætt að treysta öllu sem hún segir.
Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að þetta er ekkert alltaf gaman, það koma hæðir og lægðir í árangri, það koma tímabil sem þú ert ekki alveg að nenna að mæta.
Það eru engar töfralausnir
„Það er ekkert mál að byrja en að halda síðan áfram er galdurinn. Þú þarft að hafa úthald í að halda áfram. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir að þetta er ekkert alltaf gaman, það koma hæðir og lægðir í árangri, það koma tímabil sem þú ert ekki alveg að nenna að mæta. Mikilvægt er að mæta þó hugurinn sé ekki alltaf á sínum stað. Þetta mun komast í vana og ef þú hefur viljann þá nærðu að gera þetta að lífsstíl sem ég tel alla vilja gera. Það er enginn sem sér eftir því að mæta eftir að æfingin er búin!”
„Það er engin töfralausn ef hún væri til þá væru allir á henni. Eins og segir “There are no Shortcuts”, engar skyndilausnir einungis lífsstíll.”
Ekki bæta á þig í desember
Nú nálgast desember óðfluga með öllu sínu sukksama veislustandi, jólahlaðborðum og svo framvegis. Hvernig eigum við að halda okkur í horfinu í desember? Forðast að bæta á okkur?
„Desember er mánuður sem er annasamur hjá okkur og margir gefa líkamsræktina upp á bátinn. Það eru mikil mistök, þar sem þú þarf mest á því að halda í desember.”
„Líkamsræktin er streitulosandi en streitan er mun meiri á okkur í desember. Við erum á fullu í desember og höfum líka orku fyrir líkamsræktina því við fáum enn meira til baka. Það eru ávallt meiri freistingar í mataræði í þessum mánuði og því er líkamsræktin gott vogarafl á móti því.”
„Og athugaðu að ef þú hættir í heilan mánuð ertu ansi lengi að ná því upp á nýju ári. Mættu fersk og frísk og full af orku á nýju ári með desember þjálfun. Ég hrósa þeim sérstaklega sem byrja líkamsræktina sína í desember, það er svo flott fyrir góða byrjun á nýju ári.”
Heildarþjálfun fyrir líkamann, allt sem þú þarft
Hjá Guðbjörgu eru tvenns konar námskeið í boði G-fit lífsstíll og G-fit vellíðan.
Í G fit lífsstíll er áhersla á almenna heilsurækt sem þjálfar, þol, styrk og liðleika. Hægt er að velja að vera tvisvar eða þrisvar í viku, laugardagar eru opnir tímar og sumir velja alla daga vikunnar.
Tímarnir hjá Guðbjörgu eru með mismunandi áherslum svo þetta er alltaf fjölbreytt og skemmtilegt. Stöðvaþjálfun er vikulega og alltaf með ólíku sniði; æfingar á trampolíni, æfingar með TRX böndum, húlla, lóðum, ketilbjöllum, teygjum og fleiri áhöldum.
Einu sinni í viku er styrktarþjálfun þar sem lögð er áhersla á styrk fyrir allan líkamann, mikið af miðjustyrk og að nota marga vöðvahópa í sömu æfingunni.
Einu sinni í viku er þoltími þar sem unnið er með einföld spor, ýmist á gólfi eða trampolíni, mikill sviti og fjör í 40 mín og síðan eru rúlluæfingar, gott nudd á rúllum og langar og góðar teygjur.
Með þessu prógrammi ertu að fá þá heildarþjálfun sem líkaminn þarf á að halda. Hver og einn getur tekið á við sitt hæfi og sýni ég hvernig er hægt að létta eða þyngja æfinguna.
Tímar sem sjúkraþjálfarinn þinn mælir með
G fit vellíðan eru mýkri tímar þar sem þú ert berfætt á dýnu og notar létt lóð, mótstöðubolta og rúllu. Lögð er áhersla á æfingar um liðamótin til þess að auka hreyfanleika og liðleika.
„Hreyfiteygjur vinna vel að liðleika og mýkt. Við vinnum markvisst að því að mýkja mjaðmasvæðið og auka hreyfanleika um hrygg með snúningum og hryggvindum. Þetta er svæði sem safnar í sig stífleika og ná að losa þar um er undirstöðuatriði til að ná vellíðun í líkamann. Jafnframt er lögð áhersla á bakæfingar, kviðæfingar, styrktaræfingar með eigin mótstöðu og jafnvægi. Þetta er tími sem sjúkraþjálfarinn þinn mælir hiklaust með.”
Guðbjörg segir mikinn mun vera á því að hafa 40-50 manns í tíma eða 20 manns.
„Ég nýt þess miklu betur að geta sinnt vel 20 manns og fylgt eftir hverjum og einum. Ef þú mætir ekki þá færðu vinsamlegan póst frá mér. Ég vil að þeir sem eru með í mínu liði mæti vel og ég legg metnað í að læra nöfnin á öllum. Persónuleg samskipti gefa þessu öllu miklu meira gildi.”
Það er nýtt námskeið að byrja 23.nóvember og það stendur til 2. janúar. Tryggðu þér pláss og vertu í formi yfir hátíðarnar! Við mælum svo sannarlega með G-Fit og því að æfa með snillingnum Guðbjörgu. Frekari upplýsingar HÉR Á FACEBOOK SÍÐU G FIT.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.