Edda Óskars hefur verið að gera það mjög gott í fyrirsætuheiminum síðastliðna mánuði en í janúar flutti hún til London á vegum Eskimo Models og Select umboðsskrifstofunnar.
Síðan hefur hún meðal annars setið fyrir hjá Financial Times, tekið þátt í herferðum fyrir Miss Selfridge og Bastyan og gengið á tískusýningu fyrir Maria Grachvogel á London Fashion Week svo fátt eitt sé nefnt.
Hérlendis hefur Edda meðal annars setið fyrir í sumarlínu ELLA og tímaritum eins og Nýtt Líf og Nude Magazine.
***
Hvað kom til að þú gerðist fyrirsæta?
Tinna Aðalbjörns uppgötvaði mig í Eymundson í Kringlunni. Mér fannst mjög fáránlegt að hún væri að segja að ég ætti að gerast fyrirsæta enda hafði ég aldrei pælt í því. Ári seinna fór Helgi Omars með mig til Eskimo og ég skráði mig. Þremur dögum seinna var ég komin með samning hjá Select í London og ákvað þá að flytja þangað og byrja að vinna.
Við gistum í Safari garði og ég var í myndatöku úti í kringum öll dýrin. Það var algjört ævintýri, auk þess var ég ekki með neitt símasamband né netsamband sem var frábær slökun.
Nú hefur þér gengið einstaklega vel upp á síðkastið, eru einhver heilræði sem þú getur komið með fyrir ungar og upprennandi fyrirsætur?
Njóta lífsins, maður getur ekki módelast að eilífu og þetta starf getur auðvitað verið erfitt en þá þarf maður að minna sig á hvað maður er ótrúlega heppinn að fá að gera eitthvað svona spennandi. Fá tækifæri til að ferðast og hitta nýtt fólk á hverjum degi og ekki vera föst á skrifstofu frá 9-5.
Er eitthvað verkefni sem stendur upp úr hjá þér?
Já, mér finnst ótrúlega gaman að ferðast til framandi staða. Ég var að koma heim frá Dubai, það var mjög gaman þrátt fyrir hitann og ég hef aldrei verið á jafn fínum hótelum. Var í risastóru herbergi með einkasundlaug í garðinum. En verkefnið sem stendur mest upp úr hjá mér er þegar ég fór í myndatöku til Zambíu fyrir tveimur mánuðum síðan. Það var geðveikt, ég gat ekki hætt að brosa. Ég var þar í viku og fólkið sem ég var að vinna með var æði. Við gistum í Safari garði og ég var í myndatöku úti í kringum öll dýrin. Það var algjört ævintýri, auk þess var ég ekki með neitt símasamband né netsamband sem var frábær slökun.
Tatíana Ósk vinkona mín er algjör snillingur í húðumhirðu og hún sagði mér að setja á mig rakamaska áður en ég fer í flug og láta hann sitja á húðinni á meðan á fluginu stendur. Það verður pottþétt prófað í næsta flugi.
Hvaða fyrirmynd hefur haft mest áhrif á þig?
Það hefur enginn frægur haft nein áhrif á mig. En ég hef átt nokkrar mjög góðar fyrirmyndir í gegnum ævina sem ég kynnist oftast í gegnum tónlistina, enda eru tónlistarkennarar gæðafólk.
Hvað finnst þér um myndvinnsluforrit eins og Photoshop í tískubransanum?
Allar myndir eru photoshoppaðar svo módelið líti út fyrir að vera fullkomnara en hún er, stundum þekki ég mig ekki einu sinni á myndunum sem ég sé af mér þó að langflestir ljósmyndarar kunna auðvitað að nota photoshop í hófi. En auðvitað er leiðinlegt þegar ungt fólk fer að miða sjálft sig við myndir sem búið er að photoshoppa því það er auðvitað enginn svona fullkominn. Það er enginn með lýtalausa húð og enga bauga. Á bak við hverja mynd er hárgreiðslumaður, sminka og svo auðvitað photoshop.
Hvað gerirðu til að hugsa um útlitið?
Í sannleika sagt þá geri ég alls ekki mikið. En ég borða frekar hollt og reyki ekki. Ég þarf að hugsa vel um húðina af því að ég er alltaf að fljúga og það fer alveg rosalega illa með hana. Ég tek alltaf Fix+ spreyið frá Mac með mér í flugvélina og er dugleg að úða því á mig í flugvélinni. Tatíana Ósk vinkona mín er algjör snillingur í húðumhirðu og hún sagði mér að setja á mig rakamaska áður en ég fer í flug og láta hann sitja á húðinni á meðan á fluginu stendur. Það verður pottþétt prófað í næsta flugi.
Langar þig að búa erlendis í framtíðinni?
Ég bjóst aldrei við að búa erlendis þar sem að mér þykir svo vænt um Ísland. En núna eftir að ég hef búið í London þá gæti ég alveg hugsað mér að búa úti. Mér líður svo ótrúlega vel hérna og það er líka alltaf eitthvað að gerast. Ég held samt að ég endi alltaf á því að flytja aftur til heim til Íslands.
Hvert er draumaverkefnið þitt?
Ég er satt að segja ekki mikið búin að pæla í því. Auðvitað er alltaf gaman að fá risastóra herferð eða eitthvað svoleiðis. Ég væri til dæmis alveg til í að taka þátt í herferð fyrir Prada eða vera á forsíðunni á Vogue.
Það verður gaman að fylgjast með Eddu í nánustu framtíð, enda fagmanneskja fram í fingurgóma.
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com