Dýrleif Sveinsdóttir er 23 ára starfsstúlka hjá MAC, lærði í Snyrtiakademíunni og hefur farðað í síðustu tveimur tískuvikum í Kaupmannahöfn þar sem hún farðaði m.a. fyrir Vivienne Westwood.
Dýrleif var svo góð að svara nokkrum förðunar tengdum spurningum fyrir Pjattrófur:
1. Hvað eigum við allar að hafa í snyrtibuddunni?
Hyljara, maskara og sólarpúður/kinnalit.
2. Hvað er það versta sem við getum gert þegar við förðum okkur?
MUNA AÐ ÞRÍFA FÖRÐUNARBURSTANA. Skítugir burstar eða burstar fullir af augnskugga/meiki virka verr og þú færð ekki eins fallega útkomu.
Mér finnst ekkert eins slæmt og of dökkt meik, eða dökkt meik sem er illa sett á. Ef maður ætlar að svindla og dekkja sig aðeins muna að meika hálsinn…og sólarpúðra!
3. Leiðir/aðferðir til að hylja ör og bólur?
Bólur eru yfirleitt rauðleitar eða roði í kringum þær þannig það er mikilvægt að nota hyljara sem er gultóna, guli liturinn dempar roðann. Gott að nota hyljara sem helst vel á.
Örin geta verið meira vesen, fer allt eftir því hversu djúp, stór, ný/gömul þau eru. Mér finnst best að nota hyljara sem helst vel og er þykkur. Nota svo alveg litlaust púður yfir og svo aftur hyljara yfir púðrið. Þá verður meiri þekja og þar af leiðandi sést örið minna.
3. Gott trix við puffy (bólgnum) augum?
Ég elska fast response augnkremið frá MAC. Það er svona instant fix. Dregur úr bólgunum. Svo er líka gamla góða trixið með skeiðarnar snilld. Taka 2 matskeiðar, kæla þær smá og leggja á augun.
4. Mig hefur lengi langað að vita, varðandi varaliti og húðlit, veistu hvernig það virkar, þ.e. hvaða tónar af varalit hentar hvaða húgerð?
Það er svolítið erfitt að segja að eitthvað eitt passi við einhverja húðtýpu þar sem svo margt getur spilað inn í s.s. augnlitur, hárlitur og margt fleira. En það er oft sem að fólk með mikinn roða í húð á erfiðara með að nota rauða tóna, þar sem varaliturinn á það til að undirstrika roðann í húðinni. Ég elska varaliti sem draga fram augnlit!
5. En hvaða tónar af kinnalit hentar hvaða húðlit?
Alveg eins og með varalitinn þá fer það eftir hverjum og einum. Kaldir litir eru æði á gultóna/tanaða húð.
6. Leið til að minnka nef og skerpa kjálka og kinnbein?
Þetta er eitt af mínu uppáhaldi í förðun. Gott að nota mattan kinnalit í brúnum tón.
Ég nota oft augnskugga til að skerpa nefið, ljósbrúnan þá verður línan náttúrulegri. Nota augnskuggabursta, dreg niður með nefinu báðum megin. Tek síðan stærri bursta, hreinan, og blanda niður í átt að kinnunum, ekki upp á nefbeinið því við viljum hafa það ljósara ef við erum að minnka/móta nefið.
Til að skerpa kinnbeinin finnst mér best að nota ekki of stóran bursta. Bursti nr. 109 frá MAC er uppáhaldið mitt þegar það kemur að skyggingum. Passa að setja brúna litinn undir kinnbeinið, en ef þú ert ekki með áberandi kinnbein miðaðu þá út frá eyrunum, byrja frá miðju eyra og vinna sig í átt að nefi. Passa samt að fara ekki að nefinu. Stoppa í miðjunni og láta fade-a út, hafa línuna dekksta neðst og láta litinn fade-a aðeins upp á kinnbeinið en samt ekki ofan á það.
Svo með kjálkann þá er bara málið að taka burstann og brúna litinn og setja undir kjálkann og gera línu, hún má vera skarpari en annarstaðar á andlitinu. Þá virkar þetta bara eins og smá skuggi og lúkkar sjúklega vel.
7. Hvað verður heitast í förðun í sumar?
Dewy, bronzuð/highlightuð húð.
8. Eitthvað að lokum?
Hugsaðu vel um húðina þína, falleg húð er grunnur að fallegri förðun.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.