Nýlega kom út bókin Elskhuginn eftir Karl nokkur Fransson en þar segir frá hinum eldheita fola Patrice sem er hálf íslenskur en alhress.
Eftir að Guðrún Halldórs Pjattrófa skrifaði ofur forvitnilegan dóm um bókina ákváðum við að senda höfundinum nokkrar spurningar og birta beint í kjölfarið.
Kappinn kýs að koma ekki fram undir nafni í okkar agnarsmáa samfélagi, enda gæti hann orðið fyrir áreiti kvenkyns aðdáenda fyrir vikið… en hann var til í að svara okkur.
En ekki hvað?
Hér kemur þetta…
Er sagan að einhverju leyti byggð á þinni eigin reynslu? Og ef þá – hvað hét hún?
-Nei, sagan er mjög fjarri minni reynslu en stendur einstaklega nálægt mínu frjóa ímyndunarafli. Því fylgdi gífurlegt frelsi að skrifa þetta verk, ekki síst að fá að standa fyrir utan það með þessum hætti. En ég get ekki neitað því að ég hefði verið til að lenda í þeim „ævintýrum” sem aðalsögupersóna, hinn íslensk-ættaði Patrice, ratar í. My god!!
Hvaðan kom hugmyndin að Elskhuganum?
-Hugmyndin kviknaði þegar ég sat í lobbýi í útlöndum dágóða stund og fylgdist með starfsmönnum taka á móti gestum. Ég sá fjölda mynda í höfðinu sem stækkuðu og stækkuð og breyttust að endingu í þessa erótísku sögu.
Þekkir þú vel til í Frakklandi?
-Nei, ég þekki ekki vel til í Frakklandi en með hjálp Google Earth gat ég fundið skemmtilega staði og ég aflaði mér mestra upplýsinga af netinu. En ég er mjög hrifinn af París — eins og 59% Íslendinga
Sérð þú fyrir þér að koma einhvern tíma fram undir nafni?
-Þegar bókin slær í gegn ytra skilst mér að það sé betra að koma fram undir nafni og ég mun ekki skorast undan því. Ég er einstaklega stoltur af þessu verki. Og er þegar kominn í fluggírinn varðandi framhaldið.
Af hverju kýst þú nafnleynd?
-Hver vill ekki vera ósýnilegur annað slagið? Það getur verið pirrandi að vera sífellt opinber en mig langaði að prófa að vera allt annað en …ber.
Verður framhald á sögunni um Patrice?
-Já, Patrice brýst fram á hverjum degi og skipar mér að setjast við skriftir því hans saga rúmast á um 1000 blaðsíðum. Mér sýnist því stefna í tvær bækur í viðbót, ef hann fær sínu fram. Bölvuð frekja þessi gaur, sífellt graður. Og lætur flottar konur gabba sig.
Hvað kitlar þig helst?
-Fyrir utan fjaðrir á tánum eru það sannar frásagnir fólks sem þorir – að lifa lífinu lifandi og er ekki sífellt að velta því fyrir sér hvað öðrum finnst. Djarfar konur eru líka mjög kitlandi.
Lest þú erótík, ef svo þá hvernig?
-Nei, ég hef ekki lesið erótík og ég hafði ekki hugmynd um að það væri svona frábærlega skemmtilegt að skapa hana. Nú verður ekki aftur snúið. En ég mun án efa skrifa glæpasögu aftur.
Segðu okkur eitthvað sem allir ættu að vita um þig.
-Stór og þykkur og get staðið uppréttur langt fram eftir nóttu. Líka að degi til.
Við þökkum Karli Franssyni kærlega fyrir viðtalið (og upplýsingarnar) og bíðum spenntar eftir fleiri bókum. Komin tími á þetta á okkar litla Íslandi en eins og Bella skrifaði í nýlegri færslu hefur lengi verið bagalegur skortur á íslenskri erótík. Lestu hana HÉR og um leið hvernig skal daðra eins og þau í France.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.