Ég hef rekist á mörg skemmtileg viðtölin inn á The New Potato og má þar nefna viðtal við Lindu Rodin sem ég þýddi nýlega fyrir Pjatt og nú æðislegt viðtal við Bobbi Brown.
Ég þýddi hluta af þessu ágæta viðtali en viðtalið í heild má sjá hér.
Ef þú gætir sagt við hverja einustu konu að kaupa eina snyrtivöru, hvaða vara myndi það vera?
Konur eru svo mismunandi. Fyrir flestar konur myndi það vera hyljari. Margar konur segjast líta þreytulega út þegar þær eldast og það passar vegna þess að við dökknum undir augunum. Þess vegna þurfum við hyljara. En þú þarft líka gott rakakrem. Stundum nota ég ekki einu sinni farða heldur bara hyljara og eitthvað mjög gott rakakrem, og mér líður feskri og vel.
Hvernig ræktar þú þína innri og ytri fegurð?
Ég æfi sex daga vikunnar og þó ég hafi ekki tíma fyrir þjálfarann og ræktina þá geng ég. Þú verður að ganga 10.000 skref til að viðhalda þér og 12.000 skref til að missa. Þegar þú situr við skrifborð þá er ekki auðvelt að gera það, og ég sit mikið. Þegar ég vinn heima geng ég alltaf þegar ég tala í símann, það er frábært. Vinnutengd símtöl, viðtöl – Ég er alltaf í símanum.
Ef þú gætir gefið “yngri-þér” ráð?
Oh, ég myndi segja yngri mér að slaka á. Bara slaka á. Ég myndi segja henni að slaka á og ég myndi segja henni að halda áfram að lyfta – vegna þess að þetta snýst ekki um eróbikk, heldur þyngdir. Ég myndi líka segja yngri mér að njóta hverra einustu sekúndu af því að eiga börn og að vera heimavinnandi móðir vegna þess að þau stækka. Vertu í núinu.
Nú borðar þú frekar hollan mat. Hvaða fæða finnst þér hafa sérstaklega góð áhrif á húðina og heilsuna yfirhöfuð?
Rétt eins og sýn mín á farða og fegurð þá er fæðan mín mjög einföld. Sama hvað, þá borða ég prótein, grænmeti, smá fitu og holl kolvetni. Það liggur enginn vafi á því að grænmeti er frábært fyrir húðina. Ensími eru mjög góð fyrir þig. Þú þarft klárlega fitu eins og avakadó eða olífuolíu – þetta er besta fitan til að neyta, finnst mér. Og ég trúi því að þú þurfir litríka ávexti. Bláber, rifsber og brómber eru í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég hef einnig komist að því að brómber hafa hæsta magn trefja af allri fæðu. Trefjar eru það eina sem seddar þig, þannig að trefjar eru mjög mikilvægir.
Í stuttu máli, hver er þín morgun og-kvöldfegurðarrútína?
Ég vakna klukkan sex á hverjum morgni og drekk grænt duft í vatni, ALOHA powder. Ég drekk það á meðan ég ýti á takkann á Nespresso vélinni. Því næst fæ ég mér tvöfaldan Nespresso. Ég kveiki á iPad-inum og byrja á The New York Post, því næst fer ég á Instagram og síðan á Yahoo Beauty.
Eftir þetta hef ég mig til. Ég æfi á þeim dögum sem ég vinn að heiman. Eða þá hoppa í sturtu, fer út og farða mig í bílnum. Ég hef aldrei setið inn á baðherberginu mínu og farðað mig. Meira að segja þegar ég fer út á kvöldin. Ef ég er heima farða ég mig í rúminu eða nálægt dagsbirtu.
Ég farða mig aldrei “að fullu” á hverjum degi. Ég geri það aldrei. Ég leita í einfaldleikann. Ég geri þetta helsta, og því minni farða sem ég hef því betur lít ég út.
Áður en ég fer að sofa tek ég farðann af með hreinsiolíu, því að þá er þetta bara eitt skref. Allt fer af og ef ég er mjög þreytt og ber ekki á mig rakakrem þá er hreinsiolían enn á húðinni og það er mjög þægilegt.
Vanalega ber ég rakakrem á húðina, bursta tennurnar og tek nokkur næturfæðubótaefni. Ég tek alltaf magnesíum vegna þess að þá slaka ég á vöðvum heilans. Ég fer líka oft í bað og set Epsom salt í það vegna þess að þá næ ég magenísum betur inn í líkamann.
Vissir þú að við erum öll með magnesíumskort? Auðveldasta leiðinn til að fá magnesíum inn í líkamann er að fara í saltbað. Þannig að ef það er mikið stess farðu þá í magnesíumbað og ekki skola saltið af á eftir.
Hvað ráðleggur þú konum að gera þegar þær fara á fætur á morgnana, líta í spegil og klæða sig á hverjum morgni?
Mitt helsta ráð til kvenna er að eyða ekki of miklum tíma fyrir framan spegilinn. Ég trúi á fyrirhafnalausa fegurð. Konur þurfa að vita hvað fer þeim. Flestar konur þurfa mismunandi stærðir fyrir mismunandi daga, það fer eftir því hvar þær eru staddar í hormóna-veislu-hringnum, því er mikilvægt að vita hvað gengur upp.
Þú ættir að eiga fatnað sem klikkar aldrei. Það er mjög gott þegar þú vaknar á degi þegar ekkert passar á þig. Það sama á við um förðunarvörurnar. Þú þarft þetta helsta til að setja á þig. Ég elska vörur sem gera meira en bara eitt, ég kann að meta litað dagkrem sem inniheldur sólarvörn. Það er rakakrem og grunnfarði í einu. Þú skellir því á þig, setur smá ljóma á augun, smá roða á kinnar og varir, bætir við maskara og þú ert tilbúin.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.