Bergþóra Guðnadóttir er með betri hönnuðum þessa lands en vörurnar sem hún þróar og hannar fyrir Farmers Market hafa heldur betur slegið í gegn hjá íslenskum konum.
Við höfðum samband við Bergþóru sem vinnur nú á fullu við að undirbúa sýningu á RFF sem fer fram í Hörpu næsta laugardag og spurðum hana aðeins út í tískuna.
– Hvað er tíska fyrir þér?
Tískan er spegilmynd tíðarandans og líðandi stundar. Síbreytileg og lifandi.
– Hvaða hönnuðir eru í eftirlæti hjá þér?
Þeir eru margir og misjafnir, en ég ber mikla virðingu fyrir þeim sem hafa verið lengi í faginu og geta enn og aftur komið manni á óvart, fólk eins og Sonia Rykiel, Karl Lagerfeld og Ralph Lauren eru góðar fyrirmyndir. Svo er ég mjög hrifin af hjónunum Isabel Marant og Jerome Dreyfuss.
– Hvar kaupirðu helst föt?
Ég held að 90% af fötunum mínum séu úr okkar eigin línu og svo er restin meira og minna vintage. En ég elska að kaupa mér skó og þar er verslunin 38 Þrep í miklu uppáhaldi.
– Uppáhalds flíkin núna?
Nýju vaxjakkarnir okkar sem koma í verslanir í sumar og frönsk slá frá því um aldamótin 1900 sem ég keypti í antík fatabúð í París.
– Must have í fataskápinn?
Skór, skinn, skart og skjóður, það er hægt að vera í sama dressinu endalaust ef maður á nóg af fylgihlutum.
– Mesta persónulega fashion fail hjá þér?
Ekkert, allt hefur átt sinn sjarma þó að margt þoli illa viðmið dagsins í dag.
– Hvaða trend finnst þér flottast nú í vor?
Skosku háfjalla- og sveitaáhrifin og svo tilvitnanir í Byzantine mosaik verk.
– Uppáhalds snyrtivaran í dag?
Ég nota ilmolíurnar sem við erum með í Farmers & Friends versluninni okkar á hverjum degi, núna er ég að nota “Amber Patchouly” sem er dásamleg fyrir dömur og gerir herra algerlega ómótstæðilega.
Þar fyrir utan er ég orðin háð Burts bee varasalva-litunum.
– Hvaða snyrtivöru kaupirðu aftur og aftur ?
Krem frá Clinique og Burts bee lituðu varasalvana.
– Galdurinn að góðu útliti?
Það er sennilega svefn og heilsa, en ég er ennþá að reyna að finna út úr því.
– Uppáhalds tísku Icon?
Frá því að ég var lítil hefur Audrey Hepburn skipað sérstakan sess í mínu hjarta, hún var mjög sérstök.
– Versta tímabil tískusögunnar?
Ekkert, tískan er bara flæði sem við getum ekki stöðvað. Svo lesum við í straumana síðar og skiljum stóra samhengið.
– En besta?
Ég hef alltaf verið ótrúlega hrifin af tískunni í kringum 1920 og 1970, tímabil sem að mínu mati eiga margt sameiginlegt.
– Eitthvað að lokum?
Núna er ég á kafi ásamt stílistunum Auði Karítas og Önnu Kristínu Þorsteinssdóttur og tónlistarmönnunum Jóel Pálssyni, Matthíasi Hemstock og Davíð Þór Jónssyni að setja saman sýningu sem við í Farmers Market verðum með á RFF í Hörpu á laugardag. Ég hlakka svo til að mér finnst eins og ég sé aftur 5 ára og jólin séu á næsta leiti.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.