Anna Wintour er ein af þessum konum sem við hræðumst en virðum á sama tíma. Hún er gífurlega metnaðarfull og veit nákvæmlega hvað hún vill. Mér finnst hún einnig skemmtilega leiðinleg týpa; hún er skemmtileg en samt svo leiðinleg. Ég veit ekki hvernig ég get útskýrt það betur.
Vogue gerir endrum og eins “ör-hraðviðtöl” við fræga og áhugaverða einstaklinga. Ég rakst á eitt slíkt við ritstýru Vogue, Önnu Wintour. Verulega fróðlegt og skemmtilegt.
Þar kemur m.a. fram að hún myndi aldrei ganga í svörtum klæðnaði frá toppi til táar, kýs kaffi framar tei, hvílist best heima hjá sér, hefur aldrei tekið selfie og mun aldrei gera það, drekkur ekki og vill að fólk innan tískuheimsins hætti notkun á orðinu ferðalag (e. journey).
Wintour er að sjálfsögðu sporðdreki, fædd 3. nóvember 1949. Stingandi augnaráð hennar, tortryggni, gáfur og þrautseigja fer ekki fram hjá neinum.
Hér má sjá þetta skemmtilega og ekki síður fróðlega hraðviðtal við ritstýruna.
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.