Anna Kristín Magnúsdóttir sem áður var innkaupa- og rekstarstjóri Debenhams hefur nú opnað nýja verslun á Laugaveginum sem heitir því skemmtilega nafni “Kjólar og Konfekt”.
Í “Kjólar og Konfekt” koma saman tvö eldheit áhugamál kvenna, föt og súkkulaði. Í versluninni sem staðsett er á móts við Atmo á Laugavegi 92 er heimilisleg stemmning, það má koma og fá sér kaffibolla og konfekt, kíkja í blöðin og máta falleg föt. Það er allt gert til að okkur konum leiðist ekki fatakaupin eins og oft vill verða þegar maður treður sér með bunka af fötum inn í flúorlýsta mátunarklefa stórkeðjanna.
Ég fékk að spyrja Önnu Kristínu sem að auki er vel gift þriggja barna móðir út í tískuna:
Hvað er tíska fyrir þér? Áhugamál og atvinna.
Hvaða hönnuðir eru í eftirlæti hjá þér? Hér á íslandi er Silja „SHE“ alltaf að gera mjög áhugaverða hluti. Erlendis er það mjög missjafnt. Á annars ekkert uppáhalds neitt..
Hvar kaupirðu helst föt? Þar sem ég ferðast mikið erlendis kaupi ég mikið þar. Bara þar sem ég dett í gírinn eftir skapi.
Uppáhalds flíkin núna? Það er nýji kjóllinn minn frá „Unicorn“. (sjá mynd)
Must have í fataskápinn? Það er aðhaldskjóllinn frá Oroblu. Frekar dýr en hverrar krónu virði. Endist líka að eilífu!
Mesta persónulega fashion fail hjá þér? Á ekkert svoleiðis held ég. Eða er allavega fljót að gleyma því.
Hvaða trend finnst þér flottast nú í haust? Allt sem er vínrautt…
Uppáhalds snyrtivaran í dag? L’Oreal naglalökkin eru að koma mér ekkert smá á óvart. Þarf nánast bara eina umferð og liturinn helst ekkert smá vel á. Eitthvað svona gel í þeim sem heldur því lengur á. Það gott að ég suðaði um að fá það í sölu í búðinni minni.
Hvaða snyrtivöru kaupirðu aftur og aftur? Hídrófíl rakakrem frá gamla apótekinu. Clinique –even better makeup, Er alltaf jafn sjúk í Lancome Hypnose maskarana, Sensai Bronzing gelið sem gerir mann alltaf sætann, MAC hyljarinn reddar manni alltaf eftir lítinn svefn og svo síðast en ekki síst MAC varanæring með lit í . Set svoleiðis líka stundum á kinnarnar mínar svo ég virki rjóð.
Galdurinn að góðu útliti? Vatn, svefn og súkkulaði, já og tannþráður.
Uppáhalds tísku Icon? Mér finnst Dorrit æði. Ofboðslega smekkleg og falleg kona.
Versta tímabil tískusögunnar? 1990-2000 ( svo eftir 20 ár verður það líklegast svaka flott)
En besta? Það er tímabilið 1950-1960
Hvað langar þig að fá í jólagjöf? Veit ekki. Kannski nýja skó…
Eitthvað að lokum? Lifi einhyrningar!
Endilega kíkið við í Kjólar & Konfekt á Laugavegi 92 (á móts við Atmo) – Ég lofa því að Anna býður ykkur velkomin með kaffi, konfekt og fallega kjóla.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.