Ráðstefnuviðburðurinn TEDxReykjavík verður haldinn í fimmta skipti 16. maí 2015 í Tjarnarbíó.
Í fréttatilkynningu segir að viðburðurinn færi áhorfendum nokkra áhugaverðustu hugsuði, listamenn og frumkvöðla sem Ísland hefur upp á að bjóða og að tveir erlendir mælendur flytja erindi. „Hver þeirra mun flytja stutt en innihaldsríkt erindi um málefni sem hann eða hún brenna fyrir.“
Mælendur á viðburðinum:
Búi Aðalsteinsson og Stefán Thoroddsen, frumkvöðlar, munu færa áhorfendur í allan fróðleik um hverju við ættum við neyta skordýra í meiri mæli. Þeir standa um þessar mundir fyrir framleiðslu orkustykkis úr skordýraprótíni.
Kyra Maya Philips, frumkvöðull og rithöfundur, mun fjalla um leynd hagkerfi og menningu í jaðarhópum samfélagsins, en bók hennar og Alexu Clay, The Misfit Economy, kemur út í júní.
Birgitta Jónsdóttir, þingskáld og pírati, mun deila með gestum sýn sinni á framtíð lýðræðisins.
Arnoddur Magnús Danks, leikari, kennari og sviðsbardagamaður, flytur erindi um mikilvægi þess að gefast ekki upp og hvernig hann beitir þeim lærdómi í starfi sínu með börnum.
Gísli Ólafsson, hjálparstarfsmaður, veitir fólki innsýn í veruleika hjálparstarfsmannsins, sem oft er hjúpaður dýrðarljóma í hugum fólks.
Selma Hermannsdóttir mun deila reynslu sinni af því að vera ítrekað lögð í einelti og hugarfarinu sem gerir henni kleift að höndla það. Og verða sterkari fyrir vikið.
Hermann Jónsson, faðir Selmu, segir frá sýn sinni á foreldrahlutverkið og hvernig hann einsetti sér að vera besti pabbi í heimi.
Páll Ólafsson, félagsráðgjafi, hefur sterk skilaboð að færa foreldrum: hættum að æpa á börnin okkar. Við þurfum að sjá þau og hlusta á þau.
Steve Fuller, prófessor við Warwick-háskóla í Englandi, viðrar nýjar kenningar sínar um hvernig hugmyndafræði og stjórnmál geta gjörbreyst í nálægri framtíð í erindi sem kallast “Up vs Down: The Terms of Engagement of Tomorrow’s Politics”.
Kári Halldór Þórsson, leiklistarkennari, fer með gesti í ferðalag um heim ímyndunarafls, tjáningar, samskipta og orku.
Meira um viðburðinn HÉR.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.