Í samstarfi við UN WOMEN mun Bíó Paradís sýna heimildamyndina Sarabah í kvöld kl 20:00.
Myndin fjallar um hip-hop söngkonuna Systur Fa frá Senegal en hún berst gegn umskurði kvenna í heimalandi sínu. Að mynd lokinni munu fara fram pallborðsumræður um umskurð og lýtalækningar á kynfærum kvenna. Áhugaverð mynd með skemmtilegri tónlist sem segir frá hugrekki og baráttu þessarar flottu konu.
Mætið snemma því húsið mun örugglega fyllast!
Hér má sjá sýnishorn úr myndinni:
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=8RRu6ULvBeg[/youtube]
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.