Í New York er mjög algengt að vinahópar hittist daginn eftir gott skrall í bröns á vel völdum stað. Hver man ekki eftir slíkri senu í Sex and the City?!
Þá er farið yfir atburði síðasta kvölds, hlegið og reynt að rétta sig af með góðu kampavíni, bloody mary eða mimosu (sem er kampavín blandað með smá appelsínusafa).
Veitingastaðurinn Public House á Laugavegi 24. er með himneskan bröns þar sem þú getur fengið fjölbreytta rétti (og Bollinger kampavín á hálfvirði alla sunnudaga). Lækaðu síðuna þeirra til að fylgjast með.
Við fórum um daginn og fengum okkur m.a. japanska pizzu, djúpsteiktan kjúkling, sætkartöflu franskar og chevice sem er hrikalega frískandi hörpuskelsréttur; Virkilega rífur í og kemur manni aftur á réttan stað í lífinu.
Það sama gildir fyrir 80’s playlistann á staðnum sem fær alla til að jafna sig hraðar á lægðinni, sambandinu, þynnkunni… já bara hverju sem er! Þú getur hlustað á hann hér á Spotify.
Í tilefni af þessari dásemd, og viðleitni okkar til að innleiða nýja og góða siði í menningarlíf Reykjavíkur, (eins og að fá sér kampavín í hádeginu með vinkonunum), – viljum við bjóða 4 skvísum að koma í undursamlegan LÚXUS kampavínsbröns á Public House um helgina!
Þú átt bara að gera þetta vanalega sem maður gerir í svona gjafaleikjum og síðan að nefna í kommenti hér á Facebooksíðunni okkar hvaða vinkonur eiga að koma með þér. Easy as 1. 2. 3…
Við drögum út á föstudaginn og töggum þá heppnu á Facebook síðunni okkar! Þú verður að fylgjast með! Brönsinn er frá 11-15:00 – Lestu meira og sjáðu matseðilinn hér!
***
Fórum í brunch á Public House í dag. Frábær tónlist. Góður matur. Snilldar staður. Ætlum að gefa nokkrum vinkonum einn æðislegan kampavínsbröns á Public House fyrir næstu helgi enda ekkert betra til að jafna sig eftir helgarátökin. ✨👊🏻✨ #publichouse #reykjavik #iceland #brunch A photo posted by Pjattrófurnar / Pjatt.is (@pjatt.is) on
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.