…vegna þess að…
- -þeir geta ekki “feikað það” jafnvel þó þeim langaði til.
- -þeir skrifa ljóð, bækur og semja lög til heiðurs okkur
- -þeir skilja okkur ekki en gefast samt aldrei upp.
- -þeir sjá fegurð í okkur þegar við erum löngu hættar að sjá hana sjálfar.
- -þeir voru eitt sinn litlir strákar.
- -þeir geta þulið upp langar flóknar stærðfræði- og eðlisfræðiformúlur en eru samt eitt stórt spurningamerki þegar kemur að konum.
- -þeir upphefja íþróttir eins og það væri trúarbragð.
- -þeir eru aldrei myrkfælnir.
- -þeim er sama um útlit sitt og aldur.
- -þeir þráast við að búa til og laga hluti án kunnáttu með barnslegu sjálfstrausti drengs sem kann allt.
- -þá dreymir ekki um að eignast fullkomna hælaskó.
- -þeir eru alltaf til í kynlíf…
- -þeir eru hræddir við að verða sköllóttir.
- -þú veist alltaf hvað þeim finnst og þeir meina það sem þeir segja.
- -þeir elska vélar, verkfæri og tæki jafn mikið og við elskum skartgripi.
- -þeir reyna án árangurs að fela það að þeir eru viðkvæmir og mennskir.
- -þeir tala annað hvort allt of mikið eða ekkert.
- -þeir klára alltaf matinn sinn.
- -þeir eru hugrakkir þegar skordýr og mýs eru annars vegar.
- -mælsk 4 ára stúlka getur gert þá kjaftstopp og falleg 25 ára kona getur gert þá að slefandi hálfvitum.
- -þeir vilja vera annað hvort gáfnaljós eða íþróttamenn, stríðsmenn eða elskhugar, listamenn eða stjórnarformenn en ekkert þar á milli.
- -þeim finnst ekki vera til neitt sem heitir “of mikið adrenalín”
- -í lok dagsins geta þeir ekki án okkar verið sama hvað þeir reyna.
- -þeir eru eins einfaldir og þeir segjast vera.
- -þeir eru einlægir þegar þeir gráta og þeir gera það mjög sjaldan.
- -það sem þeir vanrækja að segja bæta þeir upp með þvi að gera.
- -þeir vernda okkur þegar við göngum um slæm hverfi og dimm undirgöng.
- -þeir elska mömmur sínar og minna okkur á pabba okkar.
- -þeim er skítsama hvað stjörnuspáin, tengdamamma eða nágranninn segja.
- -þeir hafa þann leynda hæfileika að geta horft í augu okkar og tengt við hjarta okkar þó við viljum það ekki.
- -þegar við segjumst elska þá, þá biðja þeir um útskýringu.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.