Victoria Beckham (41): Lætur fjarlægja ástarjátningar húðflúr af bakinu

Victoria Beckham (41): Lætur fjarlægja ástarjátningar húðflúr af bakinu

flurvictoria
Tískudívan Victoria Beckham er álíka breytileg og Madonna þegar kemur að stíl og útliti og hún hikar ekki við að ganga alla leið ef þess þarf. Hvort sem er að breyta um brjóstastærð, háralit eða sídd.

Nú hefur hún fengið nóg af tattúi sem hún lét setja niður eftir hryggnum á sér, en flúrið var einhverskonar ástarjátning til bóndans, sem sjálfur er blekaður upp og niðurúr.

Að sögn sérfróðra finnst henni ekki fara saman að vera með þetta tattú á bakinu og standa framarlega í tískubransanum svo flúrið fær að fjúka. Spurning hvort hún endar með að taka þau öll í burtu?

Hér eru nokkrar flottar myndir af flúrum fótbolta frúarinnar fyrrverandi sem hefur nú snúið sér alfarið að tískunni með glimrandi góðum árangri.

victoria-beckham-tattoo_9339038-original-lightbox
Fjarlæging í vinnslu.

Victoria In Pink Strip
Victoria Shoot At Mac

Victoria Beckham Clicked

Victoria In Black And White
Victoria Beckham At Le CapriceVictoria Beckham Left WristVictoria Beckham DB Tattoo

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest