Tískudívan Victoria Beckham er álíka breytileg og Madonna þegar kemur að stíl og útliti og hún hikar ekki við að ganga alla leið ef þess þarf. Hvort sem er að breyta um brjóstastærð, háralit eða sídd.
Nú hefur hún fengið nóg af tattúi sem hún lét setja niður eftir hryggnum á sér, en flúrið var einhverskonar ástarjátning til bóndans, sem sjálfur er blekaður upp og niðurúr.
Að sögn sérfróðra finnst henni ekki fara saman að vera með þetta tattú á bakinu og standa framarlega í tískubransanum svo flúrið fær að fjúka. Spurning hvort hún endar með að taka þau öll í burtu?
Hér eru nokkrar flottar myndir af flúrum fótbolta frúarinnar fyrrverandi sem hefur nú snúið sér alfarið að tískunni með glimrandi góðum árangri.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.