Í september tölublaði ástralska Vogue talar Victoria Beckham um það hversu heimakær hún er og kjósi helst að vera heima hjá sér.
Victoria segir að margir haldi að þau séu þessi svakalega “glamúr” fjöskylda sem sé alltaf úti og sé að gera eitthvað á hverju kvöldi en Victoria segir að þau séu í raun og veru bara venjuleg fjöskylda sem hafi gaman af því að vera saman. Þegar börnin eru komin í háttinn vill Victoria helst hella sér í vinnu eða skella á sig maska í andlitið og plokka á sér augabrýrnar því þegar börnin eru loksins sofnuð þá er lítil orka til að vera úti á lífinu eftir langan dag.
Victoria segir einnig að hún, David og börnin njóti þess í botn að vera öll saman eftir að David lagði skóna á hilluna. Hún segist þó samt vera þakklát fyrir þann tíma sem David var í boltanum því þau bjuggu á mörgum nýjum stöðum og kynntust fólki sem eru góðir vinir þeirra í dag. Börnin þeirra munu alltaf eiga minningar um góða tíma sem þau áttu þegar þau bjuggu í útlöndum.
Já hún Victoria virðist alltaf vera að reyna að sannfæra okkur að hún sé bara venjuleg dama sem geri allt eins og við hinar.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig