Tískudrottningin Victoria Beckham er ekki bara að byrja sem trendsetter þessi misserin, hún byrjaði strax í grunnskóla.
Eins og flestir vita eru bresk skólabörn alltaf í skólabúningum sem gera þau einsleit og margir keppast því við að bæta fylgihlutum við búninginn til að gera hann persónulegri.
Beckham, sem hefur frá því hún man eftir sér, haft mikinn áhuga á tískunni, fann leið til að gera búninginn sinn minna leiðinlegan með því að fara í tvenn pör af sokkum og bretta þá einhvernveginn yfir hvorn annan.
Ekki leið á löngu þar til flestar stelpurnar í skólanum voru byrjaðar að gera það sama.
“Mér fannst þetta alveg breyta heildarlúkkinu á skólabúningnum. Sokkarnir krumpuðust einhvernveginn niðri við ökklana og þetta gerbreytti því hvernig þessi leiðinlegi búningur leit út,” rifjar hún upp. Smelltu HÉR til að skoða það nýjasta úr línunni hennar sem var frumsýnd í New York í vikunni sem leið.
Victoria sem í dag er fjögurra barna móðir og 39 ára hefur alltaf verið mikill aðdáandi merkjavöru en í sama viðtali sagði hún frá því hvernig hún notaði alltaf sömu Gucci töskuna í skólann: “Á endanum datt botninn úr töskunni.”
Það er gott að frúin er á réttri leið í lífinu í dag en hún er klárlega sú sem hefur náð hvað lengst eftir að Kryddpíurnar hættu að starfa saman.
Hún vill sem minnst af þeim vita meðan þær reyna enn að lifa á fornri frægð og eru meira til í að koma fram undir Spice Girls nafninu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.