Það er virðist alltaf vera eitthvað nýtt að frétta af brjóstum frú Victoriu Beckham en lengi vel hélt hún því fram að hún hefði hreinlega aldrei látið eiga neitt við þau.
Þetta væri allt saman bara au-naturel, handgert af skaparanum sjálfum og hvorki sílikon né önnur aukaefni áttu að hafa komið við sögu. Vissulega mikil bjartsýni hjá dömunni að reyna að halda þessu fram því hvert mannsbarn gat séð að frúin hafði vissulega látið eiga við barminn eftir að hún fór úr A skálum yfir í DD.
Á myndinni hér fyrir ofan er hún með þessi sem guð gaf henni, kát og hress barnlaus kryddpía árið 1997. Nett brjóst í skálastærð 34A. Á myndinni fyrir neðan, sem tekin var árið 2006 er frúin hinsvegar komin með skálastærð 34DD og óhætt að segja að þetta virkar alls ekkert náttúrlegt.
Brjóstin hennar Beckham voru mikið rædd í breskum fjölmiðlum en alltaf neitaði hún að tjá sig um málið. Árið 2007 vafðist henni svo óvart tunga um tönn í viðtali og þar missti hún það út úr sér að hún væri með sílikon.
Eftir því sem innrás hennar í tískuheiminn varð meira áberandi þóttu stóru brjóstin eiga síður við enda fæstar tískudívur mjög barmmiklar og þá síst fyrirsæturnar.
Ekki leið á löngu þar til Vicky var allt í einu komin með minni barm þó enn væru línurnar ávalar. Hér er hún búin að minnka frampartinn niður í 34B en þetta var sumarið 2009.
… í ársbyrjun 2011 bar þó ekki á öðru en að hún hefði látið fjarlægja púðana alveg og segja menn að þetta hafi hún gert eftir að Harper 7 kom í heiminn árið 2011 en núna síðasta október var annað uppi á teningnum.
Þessi mynd sýnir greinilega að Victoria hefur enn eina ferðina farið undir hnífinn og virðist nú vera komin með púða í stóru A eða litlu B. Þarna er hún á góðgjörðarsamkomu á vegum Vogue.
Glæsileg að vanda en ætli þetta taki ekki svolítið á? Þetta eru að minnsta kosti fjórar brjósta aðgerðir ef satt reynist.
Hvað um það, við vonum að þessi kraftmikla 4 barna mamma sé sátt í eigin brjóstaskinni. Út á það gengur þetta!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.