Victoria Beckham reynir kannski að sannfæra okkur að hún sé mjög venjuleg móðir og bara alveg eins og við hin en ætli flestar geti ekki verið sammála um að við erum lítið í því að mæta á þyrlu til að vera við foreldraskemmtanir í skólanum.
Hönnuðurinn var upptekin við myndatökur með Ástralska Vogue sama dag og hún þurfti að vera á foreldrafundi vegna sonar síns Brooklyn. Foreldrafundurinn var klukkan fimm og því hafði hún þyrluna bara klára til að komast pottþétt á réttum tíma á fundinn sem fór fram í hinum enda London í gær.
Það var ritstýra blaðsins, Edwina McCann, sem lagði þetta til þegar tískudívan ætlaði að hætta við áformin um vinnuna. Setur greinilega strákinn í fyrsta sæti.
Í nýlegu viðtali sagðist hún helst vilja skella maska í andlitið og plokka á sér augabrýrnar þegar börnin væru loksins sofnuð enda er hún sívinnandi (og á þyrlu eins og við hinar). Við þetta bætti hún svo:
“Í alvöru, við erum mikið meira venjuleg en fólk heldur.”
Hún hefur líka látið hafa eftir sér að hún sé spennt að njóta fjölskyldulífsis nú þegar David er hættur í boltanum.
“Við erum öll svo stolt af honum. Hann hefur verið svo mörgum innblástur um allann heim og nú bíðum við bara spennt eftir því að fá meiri tíma með honum.”
Svo er bara spurning hvort Vikky sjálf hefur tíma. Kona sem þarf að skjótast á foreldrafundinn á þyrlu… tjah?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.