Victoria Beckham gæti valdið aðdáendum tískunnar heilsutjóni segja sérfræðingar.
Kryddpían fyrrverandi sést gjarna á ferðinni með riiisastóra tösku í olnbogabótinni en þetta getur valdið þeim skaða.
Sér í lagi ef reynt er að halda jafnvægi á risahælum á sama tíma.
Að sögn sjúkraþjálfara geta bæði liðir og vöðvar í handleggnum skaðast mjög mikið af þessu, svo mikið að sjúkraþjálfarar hafa gefið meiðslunum nafn: “Poshitis”.
“Konur halda kannski að þær séu að fylgja tískunni sem aldrei fyrr en í raun eru þær að eyðileggja á sér líkamann,” sagði breski sjúkraþjálfarinn Sammy Margos í viðtali við Sunday Express.
“Við erum sífellt að fá til okkar fleiri konur sem eru með þessi meiðsli eftir töskuburð af þessu tagi. Þá eru þær kannski með tölvuna sína og annað þungt í töskunni en eymsli í öllum handleggnum og upp í háls og axlir.”
No pain – no gain, segir máltækið… spurning samt hvort þetta sé þess virði?
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.