Hann er fataráðgjafi og persónulegur stílisti fyrir fræga og ríka fólkið á Spáni sem er of upptekið til að fara í búðir “because time is money”…
Þá kemur Victor til skjalanna. Hann veltir sér upp úr tískunni, elskar að fara í búðir og veit því upp á hár hvað er heitast í tísku-og fatabransanum.Fyrir þau sem vilja fer hann einnig með viðskiptavininn í fatabúðir þar sem hann skemmtir sér við að velja klæðnað fyrir galakvöld, diskókvöld eða hvert sem tilefnið er á meðan borðuð eru jarðaber og drukkið kampavín.
Victor er með hælablæti á háu stigi og hann hefur mikið dálæti á eiginkonu fótboltakappans David Beckham henni Victoriu. Þau Victor og Victoria eiga greinilega margt sameiginlegt til dæmis fer hvorugt úr húsi án þess að vera í útpældum klæðnaði, vel tilhöfð, andlitsförðun fullkomin og í 9-12 cm hælaháum skóm.
Victor hefur vakið athygli í heimalandi sínu fyrir að vera með einstaklega góðan smekk á “kvenmannshælum” en hann klæðist sjálfur skónum við karlmannsföt og ekki má gleyma kvenmerkjatöskum og fylgihlutum frá Gucci, Dolce & Cabbana, Fendi og öðrum þekktum hönnuðum.
Bloggsíðu Victors má finna hér: http://lastitboy.blogspot.com
Hann er einnig að skrifa bók sem kemur út í haust og ber titilinn: the last “it” boy. Victor má eiga það að hann er með sinn eigin stíl sem er nokkuð flottur, plús með ótrúlega flotta fætur fyrir hæla drengurinn.
Hér er victor í skóverslunarleiðangri og þú finnur hann einnig á Facebook.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.