Vissir þú að annan hvern föstudag eru fríir tónleikar í Hörpu?
Tónleikaröðin Undercurrent er í samstarfi við 12 Tóna og bjóða upp á það nýjasta í íslenskri tónlist annan hvern föstudag kl 17:30 í Hörpunni.
Á morgun (föstudag) verða Berndsen og Boogie Trouble að spila í Kaldalóns salnum.
Davíð Berndsen er ungur tónlistarmaður sem kallar sig einfaldlega Berndsen. Þrátt fyrir ungan aldur lifir Berndsen í fortíðinni með að sækja í hina íðilfögru 80’s tóna.
Hljómsveitin Boogie Trouble var stofnuð síðla árs 2011 og í henni eru meðlimir víðs vegar að úr íslensku tónlistarlífi, m.a. úr sveitunum Rökkurró, Bárujárni, Sprengjuhöllinni og Kiriyama Family. Sveitin sækir innblástur sinn í diskótónlist áttunda áratugarins og stefnir leynt og ljóst að því að endurvekja diskó á nýrri öld.
Tilvalið að fara dansandi og brosandi inn í helgina með þessum stuð-tónleikum!
Hér er myndband Berndsen við lagið Supertime!
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=ysPcyOvNJew[/youtube]
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.