Bingó hjá Kvenfélaginu Silfri til styrktar LÍF
Kvenfélagið Silfur ætlar að halda Bingó til styrktar LÍF Fimmtudaginn 26. apríl á Hallveigarstöðum
Bingóstjórinn verður Friðrika Hjördís Geirsdóttir, betur þekkt sem Rikka sjónvarpskokkur, móðir, athafnakona og fleira. Margir stórglæsilegir vinningar verða í boði en allur ágóði rennur til kaupa á 3D sónartæki fyrir deild 21A á Landsspítalanum.
Verð Bingóspjaldanna eru eitt fyrir 1000 og þrjú fyrir 2500 og kvöldið hefst stundvíslega kl. 20.
Líf styrktarfélag hefur þann tilgang að styrkja Kvennadeild Landspítalans, bæta aðbúnað og þjónustu við konur og fjölskyldur þeirra á meðgöngu, í fæðingu og sængurlegu sem og kvenna sem þurfa umönnun vegna kvensjúkdóma. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum í þágu fjölskyldna.
Að félaginu standa núverandi og fyrrverandi starfsmenn kvennadeildar ásamt breiðum hópi fólks víðsvegar úr þjóðfélaginu.
Hvet saumaklúbba/vinkonuhópa og frænkur að skemmta sér saman í Bingó og um leið styrkja gott málefni! Boðið verður upp á léttar veitingar gegn vægu verði og búast má við skemmtilegri stemningu.
Vala vinnur hjá 66 Norður, er menntaður innkaupastjóri og faglegur ráðgjafi hönnuða í öllu sem snýr að viðskiptum og markaðssetningu. Hún er krabbi, fædd árið 1979 og montin mamma tveggja stráka. Býr í 101.