Vetur konungur er farinn að sýna sig víða um land, til að mynda hér á Akureyri þar sem alhvítur púðursnjór liggur yfir jörð.
Eitt það skemmtilegasta við veturinn er einmitt vetrartískan og hlýju fötin.
Það er ekkert meira djúsí en fallegir sportpelsar, helst úr gerviskinni, flottir kuldaskór, loðfóðraðir og með hæl. Fylgihlutirnir verða að vera flottir líka, það er smart að hafa þá dálítið volduga, í silfri eða semsé gulli – eru ekki allir hagsýnir?
Ég verð að nefna í framhaldi af þessu sérstaklega smart búð hér á Akureyri þar sem ég sleppti mér með kortið.
Verslunin heitir Rexín og þar er að finna eitthvert flottasta og ódýrasta úrval af tískufatnaði sem ég hef séð lengi. Að sjálfsgögðu keypti ég þarna fallegar gráar buxur fyrir veturinn og svartar reimaðar bomsur í stíl. Elegant, reimaðar að framan eins og korselett.
Smelltu til að stækka myndir af fallegum vetrarfötum. Þessi keypti ég ekki í Rexín en þetta er svipuð stemmning…
Guðrún Gunnarsdóttir er menntuð í viðskiptafræði en hefur lengst af starfað í tískubransanum. Nú rekur hún heildsölu ásamt eiginmanni sínum. Hún er sérlegur unnandi Parísarborgar en þangað fer hún nokkrum sinnum á hverju ári. Guðrún er hrútur, fædd 1976.