Þegar veður fer kólnandi og fyrsti snjórinn prýðir götur reykjavíkur fara margir að hugsa “hvernig á svo að klæðast í vetur?”. Tískan endurspeglar oft tíðarandann og kannski er það ekki tilviljun hversu heimilisleg tískan er í ár.
Í vetur munu margar íslenskar konur þramma inn í veturinn í hermannaskóm- og stígvélum, bæði ökkla, hné og yfir hnén sem er áberandi skófatnaður í vetrartískunni.
Við Vala pjattrófa kíktum í miðbæinn í veðurblíðunni, fengum okkur góðan göngutúr og forvitnuðumst hverju fólk klæðist þegar veður fer kólnandi.
Við Vala viljum þakka þessu skemmtilega fólki sem við hittum kærlega fyrir að vera svona ofurhresst og leyfa okkur að taka myndir!
Smelltu á myndirnar til að stækka þær.
myndir: Díana Bjarna
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.