Ert þú með ‘thing’ fyrir víkingum, eða Game of Thrones? Eða er barnið þitt kannski heillað af þessum merkilegu og ævintýralegu tímum?
Á Laugardaginn n.k 26. febrúar 2016, á hinum sérlega Heimsdegi barna, gefst börnum og fylgdarmönnum þeirra tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttum og spennandi fornaldar smiðjum og njóta margskonar víkinga skemmtunar víða um borgina.
Hægt verður að gera sinn eigin víkingabúning og -sverð og halda með hugrekki í bardagasmiðju, fá stórfenglegar bardagagreiðslur eða búa til víkingavinabönd. Rúnaritun, ljósmynd af litlum víking eða valkyrju og skartgripagerð í anda víkinganna verður einnig á dagskrá og á sveimi má sjá Sleipni og völvuna sem spáir fyrir um ókomin ævintýri.
Þetta er allt saman 100% ókeypis og örugglega alveg stórkostlegt stuð!
DAGSKRÁIN
Borgarbókasafnið – Menningarhús Gerðubergi
Smiðjur frá kl. 13-16
Á leið í víking Á ferðum sínum frá Gunnarshólma til Konstantínópel börðust víkingar við hinar ýmsu þjóðir. Komdu og lærðu bardagalist, víkingahefðir og skylmingar með Theódóri og öðrum vönum víkingum sem standa að víkinganámskeiði hjá Klifinu.
Vopnasmiðja víkinganna | Enginn fer til orrustu nema vel vopnaður og tilbúinn til landvinninga. Þá er barist til síðasta manns og engar málamiðlanir gerðar. Bera sigur af hólmi ellegar vist í Valhöll! Vanir víkingar kenna krökkum handtökin.
Skart & skraut | Komdu og búðu til þína eigin skartgripi í víkingastíl með rúnum. Víkingar trúðu að rúnir gætu tryggt vernd og gott gengi í ástum og bardögum.
Víkingaklæðagerð | Viltu líkjast þínum uppáhaldsvíkingi, í fagurskreyttum víkingabúningi? Í búningasmiðju verða krakkar tilbúnir í slaginn!
Minningarnar lifa | Víkingar rituðu minningar sínar á skinn en í Gerðubergi mun ljósmyndari fanga augnablikið. Klæddu þig í víkingaskrúðann og fáðu mynd af þér í víkingaheimi! #heimsdagur
Tónlist og frásagnarlist: Hrafnagaldur | Rímur og vísur voru kveðnar á kvöldvökum víkinganna til forna. Hljómsveitin Hrafnagaldur mun skapa stemninguna með miðaldartónum.
Bardagagreiðsla | Víkingar og valkyrjur fóru vel útbúin í bardaga, og nauðsynlegt var að flétta niður fagra hárflóka fyrir átökin. Nútíma valkyrjur verða á staðnum og sjá um að flétta alla þá sem þora.
Sleipnir fer á flug | Óðinn reið um himingeima á hinum áttfætta hesti Sleipni. Við vitum ekki með Óðin sjálfan en Sleipnir mun ekki láta sig vanta í fjörið og taka börn með sér á hugarflug. Sögustund með Sleipni kl. 14.00
Borgarbókasafnið – Kringlunni
Smiðjur frá kl. 13-16
Á vit víkinga | Hví ekki að skella sér í hlutverk víkinga til forna og lifa sig inn í ævintýri þess tíma. Ljósmyndari verður á staðnum og myndar litla víkinga til minningar um ævintýrin. #heimsdagur
Sverðasmiðja | Enginn fer í víking óvopnaður. Þú getur búið til þitt eigið sverð og þinn eigin hjálm áður en þú heldur til orrustu!
Sleipnir fer á flug! | Óðinn reið um himingeima á hinum áttfætta hesti Sleipni. Við vitum ekki með Óðin sjálfan en Sleipnir mun ekki láta sig vanta í fjörið og taka börn með sér á hugarflug. Sögustund með Sleipni kl. 15.00
Borgarbókasafnið – Spönginni
Smiðjur frá kl. 13-16
Skuggaleg víkingaævintýri | Í skuggaleikhúsinu bregðum við á leik og spinnum víkingaævintýri með töfrum ljóss og skugga. Velkomið að taka með sér vasaljós enda eins gott að vera við öllu búinn!
Völva í spáhelli | Galdrakonur og galdrar léku stór hlutverk í lífi víkinganna. Komdu ef þú þorir að leyfa völvunni að sjá inn í þína framtíð! Hjátrú og spádómar voru víkinganna ær og kýr og fór enginn í bardaga nema fá álit völvunnar fyrst.
Víkingavinabandasmiðja |„Vin sínum skal maðr vinur vera“ Víkingarnir voru ekki eingöngu í bardögum og ránsferðum heldur var traustur vinskapur mikils metinn meðal þeirra. Komdu og lærðu að flétta víkingavinabönd í fornum anda.
Borgarbókasafnið – Menningarhús Sólheimum
Smiðjur frá kl. 13-16
Bardagagreiðsla | Víkingar og valkyrjur fóru vel útbúin í bardaga, og nauðsynlegt var að flétta niður fagra hárflóka fyrir átökin. Nútíma valkyrjur verða á staðnum og staðnum og sjá um að flétta alla sem vilja.
Rúnaritun | Rúnir eru fornt stafróf sem var notað fyrr á öldum og voru þær fyrst og fremst höggnar í stein eða ristar í tré. Væri ekki tilvalið að koma og læra rúnaletur og skrifast á við vini sína á fornu letri?
ATH: Dagskráin er birt á tíu tungumálum auk íslensku. Þessi tungumál eru enska, pólska, litháíska, filippeyska, tælenska, víetnamska, spænska, albanska, serbneska og rússneska.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.