Pjattið elskar list og sköpun og hvað er meira gefandi en að skapa eitthvað með börnum sínum? Þau eru jú mest skapandi einstaklingar samfélagsins! Og nú er vetrarfrí framundan og því upplagt að demba sér í listina með krökkunum.
Okkur finnst gaman að deila því með þér kæri lesandi að Listasafn Reykjavíkur býður fjölskyldum, smáum sem stórum, upp á fjölbreytta dagskrá í vetrarfríi borgarbarna sem hefst næsta fimmtudag.
Leiðsagnir um yfirstandandi sýningar, spennandi vinnusmiðjur og skapandi námskeið fyrir börn og fullorðna eru meðal þess sem verður í boði.
Frítt er inn á safnið fyrir fullorðna í fylgd með börnum á fimmtudag og föstudag og þátttaka í viðburðum ætluðum barnafólki er ókeypis en skráning og nánari upplýsingar fást í síma 411 6400 eða á fraedsludeild@reykjavik.is.
Fimmtudagur 25. febrúar
Hafnarhús kl. 11: Fjölskylduleiðsögn í um sýninguna Tilurð Errós 1955-1964.
Hafnarhús kl. 13: Vinnustofa fyrir fjölskyldur í samstarfi við Biophilia menntaverkefnið. Vinnustofan er ætlum börnum á aldrinum 10-12 ára.
Föstudagur 26. febrúar
Hafnarhús kl. 11: Fjölskylduleiðsögn á pólsku um sýningu Moniku Grzymala: Hugboð. Leiðsögnin er í höndum listakonunnar Wiola Ujazdowska.
Hafnarhús kl. 13: Vinnustofa fyrir fjölskyldur í samstarfi við Biophilia menntaverkefnið. Vinnustofan er ætlum börnum á aldrinum 10-12 ára.
Ásmundarsafn kl. 13: Fjölskylduleiðsögn um sýninguna Geimþrá og fræðsla um himingeiminn í stjörnuverinu. Frímann Kjerúlf Björnsson, myndlistarmaður og eðlisfræðingur, fjallar um fyrirbæri geimsins.
Kjarvalsstaðir kl. 13-16: Örnámskeið fyrir fjölskyldur í tengslum við sýninguna Jóhannes S. Kjarval: Hugur og heimur. Leiðbeinandi: Þór Sigurþórsson, myndlistarmaður.
Nánar um prógrammið framundan HÉR
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.