Mugison, Töfrabragðaskólinn, uppistand, Bjartmar Guðlaugsson, Álfrún Helga, Bjarni Haukur og fleiri snillingar: Dagana 8 – 11 ágúst fer fram allsherjar leik, og tónlistarveisla fyrir vestan, nánar tiltekið á Suðureyri við Súgandafjörð.
Hátíðin ber nafnið ACT ALONE og eitt af því sem gerir hana sérstaka er að frítt er inn á alla viðburði helgarinnar og því ófáir sem ætla að skella sér vestur í menningarveislu með börn og buru.
Dagskráin er sérlega vönduð og fjölbreytt að þessu sinni enda um tíu ára afmælishátíð að ræða.
Allt þorpið verður undirlagt í skemmtun og því hægt að fara á milli viðburða allann daginn og langt fram á sumarkvöldið fagra.
Á Suðureyri er líka frábær sundlaug og flott kaffihús og veitingastaður sem bjóða ljúfar krásir, tjaldstæðið er stórt og rúmgott og því algjörlega frábær hugmynd að skella sér vestur þessa daga.
Hápunktarnir verða svo tónleikar með Mugison á föstudagskvöldið og svo Bjartmari Guðlaugs á laugardagskvöld en þess á milli verður rífandi fjör fyrir alla aldurshópa frá hádegi og fram eftir kvöldi um allt þorpið.
Óhætt er því að fullyrða að menningarlega sinnaðar fjölskyldur fái eitthvað fyrir sinn snúð á Suðureyri þessa helgi enda ekki á hverjum degi sem risaspútnikkar okkar lista og tónlistarlífs koma saman með svo þétta dagskrá yfir heila helgi. Dagskrá þar sem gestir þurfa ekkert að greiða fyrir upplifunina. Það eru svo engir aukvisar sem skipa stjórn hátíðarinnar en þetta eru þau Jón Viðar Jónsson, leiklistarfræðingur – stjórnarformaður, Rakel Garðarsdóttir, frkvst Vesturports – ritari og Sigurður Pétursson, sagnfræðingur – gjaldkeri. Meðstjórnendur eru Ilmur Kristjánsdóttir, leikkona, Elías Guðmundsson, athafnamaður, Elfar Logi Hannesson, listrænn stjórnandi.
Alla dagskrána sérðu hér fyrir neðan og smelltu HÉR til að fylgjast með Act Alone á Facebook.
Við hvetjum alla til að skella sér á þessa frábæru hátíð fyrir vestan þar sem ekki kostar krónu inn. Frábært tækifæri til að fara í lokaútilegu ársins og skemmta sér með fjölskyldunni áður en við dettum aftur í haustrútínu.
Dagskrá Act alone á Suðureyri – 8. – 11. ágúst
Fimmtudagur 8. ágúst
Kl.18:00 Töfranámskeið fyrir krakka á öllum aldri með Einari Mikael, töframanni (Þurrkver)
Kl 19:00 Fiskismakk og upphafsstef Act alone á Sjöstörnu
Kl.20:00 Kameljón (Fsú) / Leikari: Álfrún Helga Örnólfsdóttir
Kl.21:30 Töfrasjóv með Einari Mikael. (Fsú)
Föstudagur 9. ágúst
Kl.20:00 How to become Icelandic in 60. min (Fsú) / Leikari: Bjarni Haukur Þórsson
Kl.22:00 Tónleikar með Mugison (Þurrkver)
Kl. 23:59 Hermann hleypur. Pörupiltsuppistand (Fsú)
Laugardagur 10. ágúst
kl.13:00 Skrímslið litla systir mín (Fsú) /Leikari: Helga Arnalds
Kl.14:00 Hljóðin úr eldhúsinu – Hljóðakúltúr (Aðalstræti 37)
Kl.13:00 – 16:00 Unglingaleikhúsið Morrinn leikur og lífgar uppá þorpið
Kl.14:00 – 15:00 Bragðlaukar – Leikfélagið Hallvarður Súgandi túlkar bragð sjávarrétta (Talisman)
Kl.17:00 Assassinating the forreigner: Part 1 (Þurrkver) Leikari: Alexander Róberts
Kl.19:00 Vesturport frumsýnir nýjan einleik Kistuberi (Fsú) / Leikari: Víkingur Kristjánsson
Kl.21:00 Uppistand með Jóhannesi Kristjánssyni (Fsú)
Kl.22.30 Tónleikar með Bjartmari Guðlaugssyni (Fsú)
Sunnudagur 11. ágúst
kl.12:30 Hádegisfyrirlestur: Heilinn hjarta sálarinnar. (Kaupfélagið) Flytjandi: Saga Garðarsdóttir
kl.14:00 Tónleikar með Eyrúnu Arnarsdóttur (Kirkjan)
kl.15.30 Hinn fullkomni jafningi (Fsú) Leikari: Unnar Geir Unnarsson
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.