Stundum snýst hamingjuaukning í lífinu ekki endilega um að bæta einhverju í tilveruna.
Oft er gott að hætta hlutum líka.
Hér eru nokkur atriði sem þú skalt hætta strax í dag…
1. Að kenna öðrum um
Það er alltaf svo auðvelt að kenna öðrum um þegar ekki gengur vel. Fólk gerir mistök, kemur of seint, starfsmenn bregðast væntingum yfirmanna sinna og svo framvegis.
En hvað með að líta í eigin barm og skoða hvað mætti betur fara. Kannski áttir þú eftir að senda póst á réttum tíma, sagðir ekki nógu skýrt frá hvað þig vantaði, kannski vildirðu fá of mikið of fljótt?
Það er mikið, mikið betra að taka ábyrgð í stað þess að benda á aðra þegar illa gengur. Með því nærðu frekar valdi á aðstæðum og getur komið í veg fyrir að mistökin taki sig upp aftur.
Skoðaðu hvað þú getur gert betur í stað þess að kenna öðrum um.
2. Að reyna að ganga í augun á öðrum
Það kann enginn vel við þig af því þú ert í svo flottum fötum, átt svo dýran bíl, hefur flottan titil eða býrð í glæsilegu húsi.
Þetta eru allt “hlutir”. Fólk er kannski hrifið af hlutunum þínum og finnst þeir flottir en þessir hlutir eru ekki þú. Og þó þau fíli hlutina þá þýðir það ekki að þau kunni að meta þig sem manneskju.
Kannski á yfirborðinu gæti það virst sem svo en yfirborðið er líka bara það. Þá vantar allt innihald og innihaldslaus sambönd eru ekki alvöru sambönd.
Gegnheil sambönd gera þig hamingjusamari og þú myndar þau aðeins með því að hætta að reyna að ganga í augun á öðrum og byrja að reyna að vera þú sjálf/ur.
3. Að halda of fast
Við höldum oft í það sem við þekkjum þegar við erum óörugg eða hrædd, jafnvel þó að það sé enganveginn það sem er best fyrir okkur.
Að vera laus við óöryggi og/eða ótta er ekki það sama og að hafa höndlað hamingjuna. Að halda fast í það sem þú telur þig þurfa á að halda er ekki að fara að gera þig hamingjusamari; þú þarft að læra að sleppa tökunum svo þú getir tekið áhættuna og teygt þig eftir því sem þú þráir. Þá eru mun meiri líkur á hamingju í lífi þínu.
Og jafnvel þó það takist ekki alveg strax þá dugar framkvæmdin til þess að gera þig glaðari og stoltari af sjálfri/sjálfum þér.
4. Að grípa frammí
Það er ekki bara dónalegt að grípa frammí fyrir fólki. Þegar þú gerir það þá ertu í raun að segja að þú ert ekki að hlusta á viðkomandi: “Ég er ekki að hlusta á þig svo að ég geti heyrt hvað þú hefur að segja, ég er að hlusta til að ég geti ákveðið hvað mig langar að segja.
Ef þú vilt bæta samskipti þín við annað fólk og öðlast vinsældir skaltu hlusta á hvað það hefur að segja. Einbeittu þér að því og spurðu spurninga sem gefa í skyn að þú ert raunverulega að hlusta.
Fólk á virkilega eftir að kunna að meta þig fyrir þetta og það mun gefa þér góða líðan.
5. Kvart og kvein
Orðin sem við látum út úr okkur hafa mikinn kraft, sérstaklega yfir okkur sjálfum. Okkur líður verr þegar við förum að röfla yfir vandamálum okkar, ekki betur. Ef það er eitthvað að skulum við ekki sóa tímanum í að kvarta og kveina. Reyndu frekar að nota orkuna í að bæta stöðuna og leysa vandann. Þú þarft hvort sem er að gera það fyrr eða síðar – svo til hvers að kvarta?
Gerðu það sama fyrir vini þína, ekki bara vera andleg ruslatunna fyrir þá, hættu að hlusta á kvartið í þeim og finndu frekar leiðir með þeim til að leysa vandamálin.
… framhald síðar
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.