Neverland búgarður Michaels Jackson í Santa Barbara, Kaliforníu gæti mögulega orðið að endurhæfingarstöð fyrir börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi ef fyrirætlanir áhugasamra kaupanda ganga eftir.
Nokkrir fjársterkir aðilar hafa sýnt áhuga á að kaupa þennan heimsfræga búgarð sem komst rækilega í fréttirnar árið 2003 þegar poppgoðið var ákært fyrir að misnota ungan dreng á búgarðinum og 70 lögreglumenn gerðu húsleit á svæðinu.
Meðal bjóðenda í búgarðinn eru tveir sem vilja breyta Neverland í minningarsafn um poppstjörnuna, líkt og Graceland Elvis Presley, meðan sá þriðji hyggst breyta búgarðinum í endurhæfingarstöð, eða ‘rehab’ fyrir kynferðislega misnotuð börn.
Hér má sjá myndir sem lögreglan tók við húsleitina. Frekar ógeðfellt ástand:
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=-ul8l6mNwek[/youtube]
Michael, sem lést fyrir sex árum úr hjartaáfalli keypti Neverland árið 1988 og breytti svæðinu í skemmtigarð fyrir börn. Þar er leiktækjasalur á tveimur hæðum, sælgætisverslun, kvikmyndasalur og dýragarður.
„Börn eiga að geta komið þangað til meðverðar og það verða líka sérfræðingar til staðar sem hjálpa börnunum að byggja upp sjálfstraust og sjálfsímynd sem laskast verulega þegar kynferðislegu ofbeldi er beitt,” sagði heimildarmaður við Daily Mail.
Michael var aldrei fundin sekur um að hafa beitt drenginn kynferðisofbeldi og eftir að dómurinn var kveðinn upp lagði hann mikið á sig til að hreinsa mannorð sitt en margir vilja meina að hann hafi ekki beðið þessa bætur.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.