Pjattrófurnar í samstarfi við Lounge á Borginni ætla að bjóða fjórum heppnum lesendum í kvöldverð og drykk um helgina!
Það er að segja, hugsanlega ÞÉR og þremur vinkonum eða þér, makanum og uppáhalds vina pari!
Hótel Borg er með sanni einn flottasti veitingastaður Reykjavíkur – og meira en það, án alls vafa sá veitingastaður hérlendis sem á sér lengstu söguna.
Við Pjattrófur skelltum okkur í dinner á Borginni um daginn enda með eindæmum nýjungagjarnar og áhugasamar um veitingastaði. Þetta var frábært kvöld sem leið hratt meðan við gæddum okkur á ljúffengum réttum og kokteilum.
Maturinn er sjúklega góður en við mælum sérstaklega með framúrskarandi nautasteik eða æðislegum þorskrétti. Algjörlega nauðsynlegt er að deila kartöfluforréttinum og svo er bara sweet að deila eftirrétti líka.
Við ætlum að bjóða heppnum lesanda, ásamt þremur vinum, að panta hvaða aðalrétt sem er af matseðli og léttvín með matnum (svo lengi sem allir hafa aldur til ;)).
SMELLTU HÉR
…og skildu eftir sæta kveðju og svo drögum við strax á föstudaginn. Borðið verður frátekið og þið eigið bara eftir að eiga æðislegt kvöld sem endar svo kannski inni á Skuggabar 😉
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.