Við Pjattrófur drifum okkur nýlega á Tapas Barinn, þann gamalgróna og skemmtilega stað í hjarta borgarinnar, enda allar miklar áhugakonur um mat og matarmenningu og elskum fátt meira en að fara út að borða.
Hvað þá að fara í smá suðræna stemmningu þegar Esjan verður hvítari með hverjum deginum! Nauðsynlegt.
Tapas Barinn var stofnaður árið 2000 og hefur síðan notið mikilla vinsælda, bæði meðal íslendinga og ferðamanna sem þykja tíðindi í bransa þar sem margir staðir eiga ekki marga lífdaga.
Það er alltaf gaman að koma á Tapas Barinn. Hann er að finna í kjallaranum á gömlu húsi við Vesturgötu 3B og þar er alltaf nóg af fólki, sama á hvaða kvöldi þú mætir.
Hægt er að velja sér allskonar girnilega smárétti af matseðlinum til dæmis humar eða beikonvafðar döðlur… og eldhúsið er opið lengur en á flestum stöðum eða til klukkan hálf tólf á virkum dögum og til kl eitt, föstudaga og laugardaga.
Guðrún pjattrófa segist oft fara á Tapas Barinn til að fá sér hvítvínsglas og humar fyrir eða eftir bíó eða leiksýningu og þangað er hreint tilvalið að skella sér með vinkonu í ‘kasjúal’ spjall og smárétti. Svo ekki sé minnst á lítið rómó deit.
Það geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi á matseðlinum og verðin eru fjölbreytt svo þú þarft ekki að fara á hliðina peningalega þó þú gerir þér þarna dagamun, hægt er að velja sér fjölbreytta rétti en þessa dagana stendur yfir frábært miðvikudaga tilboð sem hljóðar svona… alveg hægt að tapa sér yfir þessu 😉
MIÐVIKUDAGSKVÖLD Á TAPAS BARNUM
Hvítlauksbakaðir humarhalar
Kjúklinglundir með fennel, mayo, Julienne og saffran alioli froðu
Lax með kolagrillaðri papriku, stökkum kartöflum, sultuðum tómötum og paprikusósu.
Eftirréttur
Hvítsúkkulaði skyr-mousse með jarðaberjafroðu og jarðaberjasósu
Glas af Mateus rósarvíni
Heildarverð: 2990
Gættu þín á þessum myndum… þú gætir orðið mjööög svöng!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.