Nýverið opnaði ítalski veitingastaðurinn PRIMO að Þingholtsstræti 1 en þar er hægt að gæða sér á því besta úr ítalskri matargerð og mikill metnaður lagður í bæði mat og þjónustu.
Allt frá því vefurinn fór í loftið fyrir rúmum sex árum hefur okkur pjattrófum lánast að vera reglulega boðið út að borða, enda flestar með mat á heilanum og því orðnar eftirsótt “tilraunadýr” meðal veitingamanna.
Við vorum sérlega spenntar að vera boðið á PRIMO enda sömu eigendur þar og að skemmtistaðnum LOFTINU sem hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá okkur.
Primo olli svo sannarlega engum vonbrigðum. Hver einasti réttur sem kom á borðið rann einstaklega ljúflega niður þó humarsúpan hafi verið lang, lang best. Eiginlega var hún svo góð að við myndum mæla með því heilshugar við alla að renna þarna við í hvítvínsglas, humarsúpu og eina sneið af bruschettu með hráskinku. Þvílíkt himnaríki!
Verðin á matnum eru líka frábær en til dæmis er hægt að fá þessa ómótstæðilega girnilegu humarpizzu í hádeginu á litlar 1.790 kr.
Þjónustan á Primo verður eins og best verður á kosið. Fagmennskan algjörlega í fyrirrúmi og ekki í eitt einasta skipti sáum við ástæðu til að kvarta, sem er mesta furða því við erum sérstaklega “high maintainance” þegar kemur að veitingastöðum og þjónustu. #erfiðutýpurnar.
Við mælum allar heilshugar með að þú kíkir á PRIMO, hvort sem er í léttan löns, humarsúpu og hvítt með stelpunum eða full blown þríréttað á rómantísku deiti.
Þetta er kósý staður með æðislegum ítölskum mat úr ferskum og góðum hráefnum, fjölbreyttum matseðli, góðri þjónustu og góðum vínum. Myndirnar tala sínu máli… smelltu til að stækka þær upp.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.