Við pistlahöfundar á Pjattinu höfum sérlega gaman af því að prófa nýja veitingastaði en á dögunum skelltum við okkur á Nora Magasin og fengum okkur bröns.
Nora Magasin er til húsa í Pósthússtræti þar sem Kaffibrennslan gamla var áður en staðurinn hefur yfir sér skemmtilegt franskt yfirbragð og þar er hægt að fá ýmsa rétti af matseðlinum, bæði stóra sem smáa. Í raun er þetta bæði kaffihús og bar, einskonar kaffibar… með afslappaðri þjónustu og skemmtilega ‘útlenskri’ stemmningu í innréttingum og atmói.
Matseðillinn er meiriháttar fjölbreyttur en borgararnir á Nora Magasin eru rómaðir af þeim sem hafa einu sinni smakkað þá. Kjúklingaborgarinn er ótrúlega djúsí og það sama má segja um Noraborgarann.
Þú getur pantað þér allskonar smárétti, eins og t.d. edamame baunir, trufflu poppkorn, djúpsteiktan kjúkling eða blandaðar ólífur nú eða farið alla leið og pantað lamba-prime eða andabringu.
Þar sem við skvísugengið vorum bara í bröns fórum við léttu leiðina og pöntuðum okkur m.a. borgara, bröns og panini en það er virkilega gott og gaman að allir geti í raun fengið eitthvað við sitt hæfi af sama matseðlinum.
Við ákváðum líka að deila saman eftirrétti… hnetusmjörs brownie sem er algjörlega óhætt að mæla með! Þvílík dásemd. Rann ljúflega niður með ís og rjóma.
Nora Magasin fær góða dóma inni á Foursquare en þar segir m.a. um staðinn “Kind of hipstery – serves drinks in jam jars…” og allir sem þar hafa eitthvað að segja dásama borgarana þeirra. Okkur fannst líka mikið til tónlistarinnar koma en þau á Nora Magasin eru með æðislega góða ‘playlista’. Gamalt Motown og önnur tónlist sem gefur góða stemmningu meðan maturinn rennur ljúflega niður.
Þið verðið bara að prófa sjálf!
Eldhúsið í Nora Magasin er opið til 22 á virkum dögum og 23 um helgar. Staðurinn sjálfur er opinn til kl. 01 á virkum dögum og kl. 3 um helgar. Frá 16 – 19 er gleðistund.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.