Veitingasalurinn á Hótel Borg er einn af þessum stöðum sem hefur gengið í gegnum allskonar breytingar, kynslóð fram af kynslóð.
Borgin hefur tekið við Reykvíkingum svo áratugum skiptir og alltaf heldur hún reisninni. Sama hvort það eru hermenn, pönkarar, listamenn, súkkulaðitöffarar og diskódísir eða klassapíur sem sækja staðinn, áratugum saman hefur Borgin haldið höfðinu hátt, tilbúin að bjóða nýjum gestum heim.
Fyrir skemmstu tóku nýir aðilar við rekstrinum á þessum sögufræga stað og í þetta sinn var ákveðið að spóla til baka og fara aftur í upprunann.
Gamlir og gullfallegir mundir sem tilheyra Borginni voru dregnir fram og “últramódern” hlutunum af Silfur var komið fyrir annarsstaðar. Stólum var raðað upp á nýtt, matseðillinn endurskipulagður, nýir kokteilar fóru í hristarann og önnur tónlist á fóninn.
LOUNGE
Nú heitir veitingastaðurinn einfaldlega Lounge á Borginni. Þar er boðið upp á hádegismatseðil, síðdegiskaffi og kvöldverð en matseðlinn er þrískiptur upp á gamla mátann: forréttir, aðal og eftirréttir. Verðin á aðalréttum eru frá 1800 til 3900 en það er líka hægt að panta snakk á 1200 kr og fá sér drykk með. Staðurinn er með öðrum orðum ekki bara veitingastaður, heldur lounge, sem þýðir að þangað er líka hægt að koma ‘bara’ í drykk og spjall.
Við Pjattrófur erum eins og lesendur okkar vita óskaplega nýjungagjarnar og vorum því ekki lengi að panta okkur borð á þessum flotta stað. Við vorum mættar snemma og nutum þess að sitja á Borginni í borginni okkar með brakandi ferskt vorið fyrir utan, fullt af fallegum fyrirheitum komandi sumars… (og fyrir innan byrjaði suðan að koma upp á Skuggabarnum).
Kíktu á myndirnar!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.