Sushisamba er nýr, smartur og hrikalega vinsæll sushistaður í hjarta borgarinnar, nánar tiltekið Þingholtsstræti.
Um daginn fórum við nokkrir pistlahöfundar hér á pjattinu til að prófa Sushisamba og urðum sannarlega ekki fyrir vonbrigðum. Maturinn var geðveikur, þjónustan lipur og stemmningin voðalega skemmtileg.
Við töldum Sushisamba menn á að leyfa vinkonum okkar að prófa þetta líka og núna getur þú, með því einu að skila til þeirra kveðju á Facebook, eignast möguleikann á fríu sushi og hvítvíni fyrir allann vinkonuhópinn eða 8-10 manns!
Smelltu á galleríið hér fyrir neðan til að taka út stemmninguna en við ætlum að fjalla svolítið meira um sushi og samba og Sushisamba á næstu dögum.
Smelltu svo HÉR á FB síðu Sushisamba til að skilja eftir kveðju og komast í sushi og hvítvínslukkupottinn!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.