“Láttu ekki vaxleysið bera fegurðina ofurliði”. Þetta eru einkunnarorð vaxfjelags Kormáks og Skjaldar.
Eigendur vaxjakka eru velkomnir í Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar milli 16 og 20 fimmtudaginn 15. maí næstkomandi.
Þá blæs vaxfjelag verzlunarinnar til sannkallaðrar vaxveislu. Þar mun fólk bera vax á jakkana sína og endurnýja þar með vatnsheldni þeirra. Mælst er til þess að fólk komi með jakkana sína með sér frekar en að koma í þeim því æskilegt er að jakkarnir hangi í sólarhring eftir áburð.
“Starfsmenn búðarinnar aðstoða við að vaxbera jakkana og veita ráð og gleði í þeim efnum. Þessum samkomum fylgir oft mikil stemning og andrúmsloftið er létt og húmorískt,” segir í fréttatilkynningu.
Í Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar eru til sölu vaxjakkar frá Barbour, Farmers Market, Hackett og Brixtol. Sumir jakkana eru fáanlegir bæði fyrir dömur og herra.
Vaxfjelag Kormáks og Skjaldar sameinar þá sem vaxa þurfa jakka sína. Stundin er falleg og því um að gera að njóta hennar með öðrum.
Verið velkomin í Herrafataverzlun Kormáks og Skjaldar, fimmtudaginn 15. maí klukkan 16:00-20:00.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.