Ég var fengin til að skrifa grein í Læknanemann, tímarit læknanema. Greinin er útlistun á einkennum lækna eftir því hvaða stjörnumerki þeir tilheyra.
Vatnsberinn 20. janúar – 18. febrúar
Það var að öllum líkindum vatnsberi sem stofnaði Lækna án landamæra. Vatnsberar finna hjá sér mikla þörf til að bjarga heiminum. Ofbeldi fer verulega í taugarnar á þeim en vatnsberar finna líkamlega til þegar illa er komið fram við manneskjur, dýr og náttúru. Þeir berjast líka virkilega fyrir málefnum sem eru þeim hjartfólgin. Læknar í vatnsberamerkinu hafa því mikinn áhuga á að vinna með alþjóðlegum hjálparstofnunum.
Þá eru þeir líka líklegir til að vilja prófa sig áfram með nýjar læknisaðferðir en vatnsberar eru yfirleitt á undan sínum samtíma. Þó að aðrir læknar skilji ekkert hvað þeir eru að pæla með nýjungum sínum eiga þeir bara að halda ótrauðir áfram og láta það ekki hafa áhrif á sjálfstraust sitt þó fólk virðist almennt ekki skilja þá.
Réttarlæknisfræði á vel við vatnsberann vegna þess að það er sú grein læknavísindanna sem hefur það hlutverk að aðstoða réttvísina við lausn læknisfræðilegra vandamála, sem koma fyrir lögreglu og dómsstóla.
Frægir vatnsberar: Bob Marley, Justin Timberlake og Ellen DeGeneres.
Fleiri merki væntanleg á næstu dögum ..
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.