Snyrtivörurisinn Nivea hefur nú sent frá sér “lip butter” eða varasmjör og ég verð að segja að þessir varasalvar eru kærkomin viðbót í snyrtibudduna fyrir veturinn.
Ég prufaði tvær tegundir, Rasberry Rosé og Original og báðir varasalvarnir eru frábærir, næra varirnar og vernda þær vel gegn kulda og skilja eftir smá glans. Það sem þarf þó að passa og þá sérstaklega með Rasberry varasalvann er að hann er mjög mjúkur þannig að það þarf ekki að þrýsta of fast til að fá varasalva á puttann, eyrnapinnann, pensilinn eða hvað sem þú notar til að bera hann á varirnar.
Original varasalvinn er lyktarlaus og fyrir þær sem fíla ekki sterkt bragð eða lykt af varasalva ættu að næla sér í hann. Rasberry varasalvinn er hinsvegar með yndislegri lykt og bragðið er alls ekki of sterkt þegar hann er borinn á varirnar.
Hinsvegar kemur smá ljóshvít/bleik áferð af báðum varasölvunum þannig að það er best að setja ekki of mikið í einu enda er það alls ekki nauðsynlegt því þeir næra þær mjög vel. Lítið kemur þér langt!
Ég er búin að vera mikið úti að hlaupa í sumar og hitastigið hefur alls ekki verið hátt hér á suðvesturhorninu. Ég set því alltaf “smjörið” á varirnar áður en ég fer út og það veitir frábæra vörn gegn kulda og rigningu.
Dósirnar sem varasalvinn/smjörið kemur í eru litlar og nettar og auðvelt að koma í vasann, snyrtitöskuna og veskið.
Þannig að niðurstaðan er sú ef að þú ert með þurrar varir og vantar góðan raka þá mæli ég hiklaust með því að þú nælir þér í litla sæta dós af Lip Butter frá Nivea.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig