Þegar þú hugsar um varasalva þá er Labello yfirleitt fyrsta merkið sem þér dettur í hug enda hefur risinn verið á markaðnum í fjöldamörg ár.
Nýjung frá Labello að þessu sinni er varasalvi sem heitir Vitamin Shake.
Innihald varasalvans er meðal annars alvöru ávaxtaþykkni úr Acai berjum og villtum eplum, C-vítamín, E-vítamín, pro-vítamín og SPF 10.
Varasalvinn er eilítið kremaður og gefur fallega áferð með smá bleikum lit, varirnar glansa fallega eftir að hann hefur verið borinn á þær en þú notar hann bara eftir hentugleika eða eftir því hversu þurrar varirnar eru. Bragðið er milt og gott og hann endist vel út daginn.
Vítamín sjeikinn verndar einnig gegn útfjólubláum geislum þannig að ef að þú ert að stinga af úr kuldanum, rigningunni og rokinu eða mikið að hlaupa eða athafna þig úti í vetrarsólinni þá mæli ég með því að þú grípir þennan með í vasann, þá færðu einnig smá lit á varirnar án þess að það líti út fyrir að þú sért með varalit eða gloss ásamt því að fá góða vörn.
Flottur varasalvi sem hentar í hvaða snyrtibuddu sem er, eða bara vasann!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig