Glossin frá Dior njóta sífellt meiri vinsælda og eftir að hafa prófað þá skil ég vel hvers vegna þau eru svona vinsæl.
Liturinn sem ég prufaði er númer 853 og heitir Rouge Défendu, hann er fallega rauðbleikur, umbúðirnar eru mjög flottar og pensillinn þægilegur til að bera á varirnar.
Glossinn er ekki klístraður eins og margir aðrir glossar, sem mér finnst mikill kostur! Það er ekkert eins pirrandi eins og að vera með gloss sem er eins og límklístur á vörunum. Varirnar haldast mjúkar við notkun og þurrkast ekki upp og bragðið er milt, alls ekki yfirþyrmandi sem er líka stór plús.
Ég hef prufað litinn einan og sér og einnig yfir varalit en hann er flottur bæði einn og með öðrum lit sem er í svipuðum tón, hann gefur varalitnum “fyllingu” í litinn og varirnar verða stærri. Ég mæli með þessum lit fyrir sparilegri tilefni eða þegar þú ert lítið förðuð kringum augun. Dásamlega klassískur rauður litur.
Litla stráknum mínum fannst liturinn meira að segja svo flottur að hann vildi endilega fá líka, ekki slæm meðmæli þar!
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig