Það er ekki fallegt að gera grín að misförum annarra en einhverra hluta vegna getur það stundum verið gaman. Sérstaklega þegar fræga “fullkomna” fólkið gerir eitthvað vandræðalegt fyrir alla heimsbyggðina að njóta…
Þegar Kendall Jenner kallaði 5 Seconds of Summer næstum One Direction minnti það óneitanlega á John Travolta og Adele Dazeem á Óskarnum fyrr í ár. En það hafa þó margir aðrir mismunandi vandræðalegir og skemmtilegir atburðir orðið á stærstu verðlaunahátíðunum í gegnum árin.
[youtube]http://youtu.be/oFSY4Mda_18[/youtube]Kanye West og Taylor Swift – VMAs 2009
Þetta er líklega frægasta og vandræðalegasta atvik sem nokkurtíma hefur orðið á verðlaunahátíð fyrr og síðar og þá er ég líka að telja með allar verðlaunahátíðirnar sem eru ekki sýndar út um allan heim. Ég hef meira að segja aldrei náð að horfa á allt myndbandið af þessu atviki mér finnst þetta svo vandræðalegt að ég finn til líkamlegs sársauka bara við að reyna.
Þetta atvik var ekki aðeins vandræðalegt fyrir Kanye og Taylor heldur líka fyrir Beyonce sem Kanye var að reyna að hylla með þessum gjörningi. Talandi líka um að eyðileggja augnablikið fyrir Taylor sem er aðeins 19 ára á þessum tíma og að vinna sín fyrstu VMA verðlaun. Beyonce sem kann sig auðvitað alltaf, allavega á almannafæri, tók á móti sínum eigin verðlaunum seinna um kvöldið og bauð þá Taylor upp á svið til að eiga sitt andartak á sviðinu.
[youtube]http://youtu.be/Qbg9XZ2vbw4[/youtube]
Kanye West og Justice – EMAs 2006
Kanye West er auðvitað bara smá vandræðaleg manneskja. Þó að allir viti af Taylor atvikinu var YouTube kannski ekki orðið alveg nógu stórt árið 2006 til þess að vídjóið af því þegar hann “púllaði” Kanye í fyrsta skiptið hafi orðið “viral” á þeim tíma.
Ég verð samt að segja að mér finnst þetta tilvik öllu fyndnara en þetta með Taylor þar sem strákunum í Justice virðist bara finnast þetta nokkuð fyndið sjálfum.
[youtube]http://youtu.be/eTc1m3xb6SQ[/youtube]Kendall Jenner, 5 Seconds of Summer….og One Direction? – Billboard 2014
Kendall Jenner var einn af kynnunum á Billboard hátíðinni síðustu. Hún átti að kynna eitt atriðið á hátíðinni, áströlsku strákasveitina 5 Seconds of Summer.
Kendall átti hins vegar eitthvað erfitt með að lesa af skjánum og ruglaðist en ætlaði svo að bjarga sér með því að segja: “Ooooonnneeee…”. Hún kláraði aldrei kynninguna en margir vilja meina að hún hafi ætlað að segja One Direction en eins og nokkuð frægt er orðið voru hún og einn meðlimur þeirrar hljómsveitar að hittast fyrir tveimur mánuðum síðar. Eftir þessa misheppnuðu kynningu “trendaði” kassamerkið #KendallYouHad OneJob á Twitter þar sem aðdáendur bæði 5SOS og 1D voru frekar pirraðir yfir mistökunum.
Við skulum svo alveg sleppa því að ræða hversu vandræðalegt myndbandið sem kemur á eftir kynningunni er, 5 Seconds of Summer eru lítið líkir Bítlunum þó þeir spili á hljóðfæri og séu alls ekki versta boyband sem er starfandi í dag.
[youtube]http://youtu.be/imbv7LCAg-w[/youtube]Diana Ross og Lil Kim – VMAs 1999
Einhverra hluta vegna fannst Diönu Ross að klæðnaður Lil’ Kim einn og sér væri ekki nógu vandræðalegur heldur þurfti hún að boppa brjóstinu á henni aðeins þegar hún heilsaði henni til að gera allt aðeins vandræðalegra.
[youtube]http://youtu.be/EdQ_1rRajDo[/youtube]Adam Lambert – AMAs 2009
Flutningurinn á laginu og atriðið í kringum það er eins og alveg svakalega ódýr uppsetning af framlagi Íslands til Eurovision árið 1997. Margir vilja þó meina að ótrúlega vandræðalegi og “brútal” kossinn á 3:33 hafi gert útslagið og kostað Adam Lambert framkomu í þættinum “Good Morning America” og þá aðallega vegna þess að sá sem Adam kyssir er karlmaður.
Persónulega þætti mér meira athugavert ef Adam kyssti kvenmann þar sem seinast þegar ég tékkaði er Adam samkynhneigður og það vissu það allir á þessum tíma. Burtséð frá því hver kyssir hvern er kossinn og atriðið allt er samt hið vandræðalegasta sama hverrar kynhneigðar sá er sem syngur það.
[youtube]http://youtu.be/q03BlD22-NQ[/youtube]Brendan Fraizer – Golden Globes 2010
Brendan Fraizer er aðallega þekktur hjá yngri kynslóðinni í dag fyrir þennan hlátur og þetta klapp sem er frægt meme í dag. Brendan var að hlæja af brandara Robert DeNiro sem vakti upp mildan hlátur hjá flestum en Brendan fannst greinilega besti brandadi fyrr og síðar. Einhver snillingur gerði svo þetta remix vídjó af klappinu sem hefur fengið yfir milljón áhorf á YouTube, ég verð þó að viðurkenna að ég er of gömul til að hafa nokkurtíma nennt að horfa á það allt saman.
[youtube]http://youtu.be/bEZ1mpxfyjE[/youtube]Miley Cyrus – Teen Choice Awards 2009
Þarna var Miley bara fyrst að byrja að sjokkera og dansaði við súlu á hátíð sem sérstaklega er sniðin að ungu fólki. Sjálf er hún 17 ára þarna… að dansa við súlu!
Ég verð bara að spyrja: “Hvar var Billy Ray þegar þessi ákvörðun var tekin??”. Atriðið allt er svo einhver vandræðaleg blanda af því að vera fyrir börn og klámfengin uppákoma.
Í dag er maður orðinn ágætlega vanur því að Miley Cyrus geri mann vandræðalegan í hvert sinn sem hún kemur fram opinberlega og sem dæmi má nefna nú frægt atriði hennar og Robin Thicke á VMAs í fyrra og klæðnaðinn sem hún var í á Teen Choice Awards, líka í fyrra, sem aftur þótti ekki viðeigandi fyrir tilefnið.
[youtube]http://youtu.be/hOHotCATZWU[/youtube]
Tim Commerford (Rage Against the Machine) – VMAs 2000
Ég skal alveg skilja að maður verði pirraður af því að tapa fyrir Limp Bizkit en þetta er kannski einum of hörð viðbrögð!
Tim var seinna handtekinn fyrir atvikið og Rage Against the Machine lögðu meira að segja upp laupana skömmu síðar, en hljómsveitin byrjaði þó aftur árið 2007.
[youtube]http://youtu.be/4975u7i4Xpw[/youtube]Isaac Mizrahi – Golden Globes 2006
Þetta gæti verið með því vandræðalegra sem ég hef séð. Ekki nóg með að Isaac káfi á Scarlett Johansson í beinni útsendingu þannig henni gæti þótt vera lítið sem hún getur sagt til að mótmæla heldur heldur hann áfram með því að kyrja “I touched Scarletts boob” aftur og aftur þangað til leikkonunni er greinilega ekki sama.
[youtube]http://youtu.be/Dncd8lDaUj4[/youtube]Jordin Sparks um skírlífshringi – VMAs 2008
Jordin Sparks er ein þeirra bandarísku poppstjarna sem gekk einu sinni með skírlífshring, en hún sveik seinna skírlífið fyrir kærastann sinn Jason Derulo. Áður en þau tvö kynntust var hún hins vegar kynnir á VMAs og kom á svið á eftir Russell Brand. Hann var þá nýbúinn að gera mikið grín af bandaríska strákabandinu Jonas Brothers fyrir að vera með skírlíshringi og nýta sér þannig ekki frægð sína til að ná sér í stelpur. Stutti pistillinn sem Jordan las Russell var í hæsta máta vandræðalegur, allavega fyrir okkur sem trúum ekki á skírlífi fyrir hjónaband eða á það að allir sem sofi hjá fyrir hjónaband séu lauslátir eða “sluts” eins og Jordin orðaði það svo pent.
Takið líka eftir því hvað John Legend er vandræðalegur yfir þessu öllu saman.
[youtube]http://youtu.be/bmXqL8-9dqk[/youtube]John Travolta – Óskarinn 2014
Sem betur fer var John Travolta búinn að skella á sig “fancy-dress” kollunni sinni fyrir þetta kvöld þar sem störf hans sem kynnir voru eitt af atriðunum sem ALLIR mundu eftir daginn eftir Óskarinn og sem ALLIR áttu eftir að minna sig á ennþá mörgum mánuðum seinna með því að horfa á vídjóið á YouTube aftur og aftur og aftur.
[youtube]http://youtu.be/AHEYs0CMe4U[/youtube]
Pearl Jam – Grammys 1996
Það er kannski ekki að undra eftir þessa vandræðalegu en samt sem áður frekar sönnu ræðu að þetta var seinasti Grammy verðlaunagripurinn sem Pearl Jam hafa unnið.
[youtube]http://youtu.be/hCldJmJ4Aaw[/youtube]
Natalie Portman – Golden Globes 2011
Hláturinn á 0:26 er orðinn svo frægur að ef þú goggle-ar “dorky laugh” þá eru efstu niðurstöðurnar allar akkúrat þessi hlátur.
[youtube]http://youtu.be/Gte0dcS7TlM[/youtube]One Direction – BRITS 2014
Þegar One Direction unnu Global Success Awards var einn þeirra á klósettinu. Það eitt var svosem nógu vandræðalegt en svo kom hann upp á sviðið í miðri þakkarræðu og hvíslar að hinum “What did we win?” eða “Hvað unnum við?”.
[youtube]http://youtu.be/W30NGHV1OVs[/youtube]Aubrey Plaza – MTV Movie Awards 2013
Aubrey Plaza getur verið alveg einstaklega fyndin en henni var eitthvað ekki alveg að takast það í þetta skiptið. Þetta atriði var víst ekki æft þó Will Ferrel nái að gera það eins lítið vandræðalegt og hægt er en seinna kom í ljós að Aubrey var hent út eftir þetta.
Tinna hefur brennandi áhuga á næstum öllu en þó líklega mest á sjónvarpi og kvikmyndum, án þess þó að hafa nokkurt faglegt vit á hvorugu.
Hún er nemandi í mannfræði og starfar með náminu sem samfélagsmiðlaráðgjafi. Hún elskar allt sem kemur eldamennsku og bakstri við, og þá mest af öllu að baka íslenskar pönnukökur og að poppa örbylgjupopp. Markmið Tinnu í lífinu er að vera góð, láta gott af sér leiða og skemmta sér frábærlega á meðan.