Jæja kæru lesendur. Við Pjattrófur ætlum að bjóða ykkur að fletta í gegnum flott blöð sem við höfum aðgang að á netinu.
Þetta verða auðvitað allt blöð sem okkur finnast skemmtileg eða áhugaverð hvað varðar efnistök eða hönnun.
Fyrsta tímaritið er V magazine, blaðið þar sem fjallað var um stærðir á fyrirsætum en ég tók þetta fyrir í grein fyrir skemmstu. Ég hvet þig til að tékka á því efni og líka sætu greininni Fashion People are People too en það er mjög fyndin kafli.
Smelltu bara á blaðið til að stækka það upp og smelltu svo á pílurnar við endana til að fletta. Þú getur líka fikrað þig áfram með þetta en það eru nokkrir les, möguleikar. Getur stækkað, súmmað og allskonar… 🙂
Góða skemmtun!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.