Í gær skrapp ég á bókakaffihús og fletti nokkrum flottum tímaritum. Það sem sló mest í gegn hjá mér var að vanda hið vandaða V-Magazine en nýjasta eintakið er helgað fyrirsætum í ‘yfirstærðum’.
Framan á blaðinu er dúllan Gabourey Sidibe sem leikur aðalhlutverkið í Precious. Hún er jú eins og blakkur múmínálfur í vextinum en ótrúlega sæt eitthvað -svona eins og hún er.
Mér hefur fundist gaman að því að undanförnu að sjá hvernig fyrirsætur eru að verða kvenlegri í vextinum. Anorexíulúkkið virðist hægt og rólega vera að mjakast út af pöllunum enda hafa hönnuðir fengið á sig mikla gagnrýni fyrir að nota slík módel og í sumum löndum hafa verið settar þyngdarreglur á fyrirsætur. Sem betur fer.
Það er bara svo gott að við fáum að vera allskonar -af því við ERUM allskonar og getum allar verið fallegar þó að við séum allskonar. Mjóar, sterkar, feitar, litlar, stórar, miðlungs, með langar lappir, stuttar lappir, sítt hár, stutt hár, stór brjóst, lítil brjóst… bara eins og við erum og okkur líður best -þannig er best að vera.
Sjáðu þessar sætu myndir af allskonar konum í V-Magazine og tékkaðu svo á henni fínu Beth Ditto sem er einmitt ein þeirra sem hafa hjálpað til við að breyta viðhorfum tískuheimsins til vigtarinnar. Hún hefur nýlega markaðssett nýja fatalínu ásamt Kate Moss vinkonu sinni og mér skilst að þetta sé á leiðinni inn í Top Shop.
Hér er svo ofurtöffarinn hún Beth Ditto… með snilldarlagið Heavy Cross:
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.