Útsölur eru nú í fullum gangi. Við þekkjum það öll að gera fljótfærniskaup á góðum prís sem við hefðum svo betur sleppt.
Það hefur engin gagn af því að eiga flíkur hangandi inn í skáp sem aldrei eru notaðar. Eyðsla á bæði peningum og plássi í fataskápnum – ó það viljum við sko ekki! Hér eru örfá ráð fyrir útsöluþrysta neytendur:
1. Skoðaðu úrvalið
Á heimasíðum verslana er oft hægt að skoða úrvalið sem verslunin hefur áður en þú heimsækir þær á útsölum!
2. Gerðu tékklista
Skráðu niður þá hluti sem á að leita að á útsölunum. Farðu yfir fataskápinn og sjáðu hvað vantar og hverju þarf að skipta út – góður tími fyrir tiltekt þar, eins leiðinlegar og þær geta verið!
Að kaupa svo einungis það sem er á tékklistanum er svo mikilvægt líka! Öll kaup umfram hann geta oftar en ekki verið óþarfa kaup í hita leiksins!
3. Vertu 100% viss
Á útsölum eigum við oftar en ekki til að grípa með okkur flíkur sem hanga svo upp í skáp ónotaðar svo mánuðum skipti áður en þær enda í Rauða Krossinum – með merkimiðanum á!
Ef þú ert efins láttu þá kaupin vera. Góð regla er að ef þú getur ekki hugsað um þrjú samstæð dress sem þú átt við tiltekna flík er hún líklega ekki góð kaup!
Oft finnst okkur útsölurekkarnir vera fullir af vörum sem ekki passa komandi árstíðum eða löngu dottið úr tísku. Það getur þó oft borgað sig að hugsa fram í tímann og versla með næsta sumar eða næsta vetur í huga.
Leitið að tímalausum vörum á góðum prís! Eftirfarandi mæli ég með að hafa auga með:
- Blazer jakka
Klassískur blazer jakki er flík sem allir ættu að eiga. Gengur við hvað sem er, fínt sem og við minna fínni tilefni. - Fylgihlutir
Þeir detta síður úr tísku en flíkur og því um að gera að gera góð kaup á fylgihlutum til að poppa upp á þær flíkur sem til eru í fataskápnum nú þegar – getur gert mikið fyrir heildarlúkkið! - Skór
Það sama á við um skó og fylgihlutina! Um að gera að nýta sér góða afslætti til að fjárfesta í góðum skóm. - Svartar flíkur
Svartur gengur alltaf! - Gallabuxur
Ef það er kominn tími til að endurnýja gallabuxurnar, gerðu það á útsölu! Klassísk flík sem nauðsynlegt er að eiga. - Nærföt
- ..og allt hitt sem er á listanum þínum!
Gleðilegan útsöluleiðangur!
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com