Það er ljúft að búa í Frakklandi og fyrir því eru 12 ástæður. Hér skrifaði ég um fyrstu 6. Nú birti ég næstu 6.
7. L’heure du goûter gerir lífið sætara
Það er ákveðinn tími dags (algjörlega frábær) sem þú ert skyldug (bókstaflega samfélagsleg pressa) til að grípa þér eitthvað sætt að borða. Þetta er vanalega tíminn eftir skóla hjá krökkum, kl. 16. Taktu þér pásu, farðu í næsta kökuhús til að njóta Kaffi latte og gúmmelaði eins og tart au citron/sítrónutartar.
8. Því meira sem þú ferðast þeim mun fleiri svæðisbundna rétti uppgvötarðu
Frönsk matargerð er mjög fjölbreytileg og lituð af hefðum mismunandi héraða. Í París geturðu að sjálfsögðu fundið veitingastaði sem bjóða upp á “sveitamat” eða ilmandi þjóðarrétti. Hinsvegar getur verið gaman að prófa nýja rétti og sjá um leið og kynnast nýjum stöðum. Prófaðu bókhveiti með hvaða fyllingu sem þér dettur í hug í Brittany, Piperade og Poulet Basquaise í Basque. Soupe de Poisson à la Rouille í Marseille. Pan Bagat samloku í Nice og Soupe au Pistou í Provence. Góðu fréttirnar eru þær að þú munt ekki bæta á þig þar sem franskar máltíðir eru vel settar saman!
9. Frakkland hefur margbreytilegt landslag sem ætti að henta mismunandi smekk okkar
Frönsku Alparnir er ein flottasta gönguleið í Evrópu með mögnuðu útsýni og litlum afskekktum þorpum. Ah, og skíðasvæðið! Gerist ekki mikið fallegra. Sólarunnendur elska að draga í sig sólina í kringum Cote d’Azur (og auðvitað vonast til í laumi að sjá einhvern frægan). Og já, sjórinn er eins túrkis litaður og þú sérð á myndunum. Hvað með að leigja sér kajak í Gorges du Tarn eða að fara í fjallgöngu í kringum Gorges du Verdon – óumdeilanlega fallegasta gil Evrópu.
Að lokum, (10) þá er heilbirgðiskerfið skilvirkt og læknisþjónusta ódýr, (11) þú nýtur kjara giftra án þess að þurfa að ganga í það heilaga og (12) Ríkið hjálpar þér að ala upp börnin þín.
(Grein fengin að láni frá lifehack.org)
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.