Frakkland þykir er eitt fallegasta land Evrópu. Fullkomið loftslag, unaðslegur matur og menning til að sökkva sér í .
Það eru 12 góðar ástæður fyrir því að þú átt að flytja til Frakklands, ef við gefum okkur að dagleg heimsókn að Effel turninum og kaup á hrikalega góðu víni fyrir aðeins þrjár evrur sé ekki nóg.
Byrjum á fyrstu 6.
1. Vinna til að lifa, ekki lifa til að vinna
Frakkar kunna listina að halda jafnvægi á milli vinnu og frítíma. Ein af ástæðum þess að búðir loka á slaginu 19 er til þess að starfsmenn geti notið þess að borða kvöldmat með fjölskyldu sinni (ah, og tvöföld laun fyrir yfirvinnu). Fleiri fríðindi: klukkutími í hádegismat, vanalega borgað af fyrirtækinu í formi matarmiða sem hægt er að nota í næstu verslun eða kaffihúsi.
Og já, það er ekkert mál að fá sér vínglas með matnum og snúa svo til vinnu aftur. Frakkar frá 30 daga í orlof. Þar að auki taka þeir fríið sitt alvarlega og eyða öllum 30 dögunum utan skrifstofunnar á ári, þrátt fyrir þetta finnst þeim þeir þurfa meira frí.
Og í guðanna bænum, ekki gera þeir neinar grillur um að útrétta í ágúst! Þú verður send á milli staða því allir eru í fríi, einhversstaðar að draga í sig sem mesta sól.
Starfsmenn mega ekki skoða vinnupóstinn sinn eftir kl. 18, það er bundið í lögum. Þú mátt því ekki búast við því að franskir vinnufélagar þínir séu lausir utan skrifstofutíma. Frakkar eru sérfræðingar í að aftengja sig og eyða frítíma sínum utandyra – fjallgöngur, kajak, lautarferðir … Þá eyða þeir miklum tíma með fjölskyldu og vinum, það er einn af þessum einföldum hlutum sem gera þá fáranlega hamingjusama.
2. Framhaldsmenntun er ódýr
Þú getur fengið BA eða BS gráðu á aðeins 181 evrur (rúmlega 26 þúsund íslenskar) á ári og þú getur skráð þig í master fyrir 250 evrur (rúmar 36 þúsund kr.) á ári. Það eru ótal styrkir fyrir erlenda nemendur til að hjálpa þeim að lifa. Án þess að eyða og eyða getur nemandi átt mjög góð skólaár í Frakklandi, með því að eyða á milli 700 og 800 evrum á mánuði (í kringum 111.000 þúsund kr.) og þá er allt með talið. Nema þú sért að stefna á nám með mikla eftirspurn (til dæmis allt tengt tísku) þá er tiltölulega auðvelt að komast inn í franskan háskóla: Þú þarft samt að tala frönsku (á B1 – B2 stigi).
3. Áherlsa á list er yfirþyrmandi
Ásamt hinni frægu Monu Lisu, hýsa Louvre verslanirnar meira en 34.999 listaverk þar á meðal fornmuni frá Egytpalandi, íslamska list, ótal höggmyndir (e. sculptures) frá forn Grikklandi og Rómverska heimsveldinu, ásamt gríðarlega stóru skartsafni frá Franska aðlinum. Ekki má heldur gleyma d’Orsay safninu þar sem má finna yfir 2.000 málverk langt aftur í tímann. Ótrúlegt safn af verkum: Claude Monet, Édouard Manet, Edgar Degas, Pierre-Auguste Renoir og Van Gogh.
4. Reglugerðir Heilbrigðiseftirlitsins eru strangari en lög um landvistarleyfi
AOC (L’appellation d’origine contrôlée) er sérstök gæðastimplun sem hefur verið notuð síðan 1411. Matarframleiðslu eru sett ákveðin mörk til að tryggja gæði fæðunnar. Sem dæmi getur ekkert freyðivín getur verið kallað Kampavín nema það komi frá Champagne héraðinu. Frakkar eru mjög stoltir af regluverkinu í kringum matarframleiðslu en hér eru á ferð strangar og skýrar reglur. Allan mat á t.d. að framleiða eftir hefðbundnum aðferðum.
5. Yfir 350 tegundir af osti til að prófa
Innfæddir staðhæfa að til séu þúsundir tegunda osta í Frakklandi. Mjúkur ostur, þéttur ostur, mildur eða blár. Búnir til úr kúamjólk, geitamjólk eða lambamjólk sem þroskast í nokkrar vikur eða nokkur ár. Vissir þú að þú getur verið sektuð fyrir að hafa ópakkaðan Epoisses de Bourgogn ost í almenningssamgöngum? Vísbending: Hann lyktar verulega sterkt.
6. Dásamleg vín frá 17 vínhéruðum!
Frakkar gáfu heiminum Kampavín frá Champagne héraðinu – öll vín með búbblum sem koma frá öðrum héruðum geta aðeins verið kölluð freyðivín. Burgundy og Bordeaux eru sérstaklega þekkt fyrir rauðvín. Alsace og Loire dalur framleiða verulega gott hvítvín ásamt Savoy héraðinu. Corisican rósar og rauðvínsblandan hefur sérstakt og óvenjulegt bragð. Jura vínin eru þekkt fyrir að vera falda leyndarmál Frakka þar sem þau eru frekar sjalfgæf utan Frakklands. Var ég búin að nefna að þú getur keypt flösku af víni út í búð á þrjár til fjórar evrur?
Lestu einnig: ÚTLÖND: París er alltaf góð hugmynd,
HÁR: Franskar konur fara ekki út með blautt hár – 7 atriði sem franskar konur gera ekki við hárið á sér og
MENNING: Hvernig á að klæðast eins og Parísarbúi í ræktinni – MYNDIR!
[Listi íslenzkaður og endursagður frá lifehack.org]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.