Business Insider UK tók saman lista af 37 sundlaugum um allan heim sem allir ættu að heimsækja.
Þessar laugar eru margar hverjar algjörlega magnaðar; bæði fallegar og sumar hverjar skrítnar. Syntu með hákörlum, baðaðu þig með fílum, andaðu að þér sjávarlofti í Tælandi, láttu ljósmynda þig af túristum í dýpstu laug heims eða njóttu fegurð Alpanna.
Hér eru þær 10 laugar sem heilluðu mig algjörlega upp úr skónum.
1. Fáðu þér sundsprett í frumskóginum. Þessi laug er í Hanging Gardens í Ubud, Indónesíu.
2. Saga. Þessa laug má finna á Hotel Hacienda Uayamon. Staðsett í Mexíkó, Yucatán Peninsula. Laugin var byggð úr rústum upprunalegu eignarinnar sem fór undir vatn í kringum 1700.
3. Túristar mynda þig í kafi. Þessi laug ber heitið Y-40. Hana má finna á Hotel Terme Millepini í Padua, Ítalíu. Laugin er sú dýpsta í heimi en hún er 42.14 metra djúp.
4. Baðaðu þig með fílum á Chongwe River House í Zambíu.
5. Kvöldsund. Þetta er Huvafen Fushi í Maldavíu (e. Maldives). Laugin er þakin lituðum ljósum undir vatnsyfirborðinu.
6. Taktu áhættu. Þessi laug er á hæð 57 á Hotel Marina Bay Sands í Singapore.
7. Njóttu fegurð Alpanna í Sviss. Þessi undurfagra náttúrulaug má finna á Hotel Cambrian.
8. Syntu með hákörlum og tugum allskonar fiska. Þessi laug heitir The Tank, hún er á Hotel Golden Nugget í Las Vegas.
9. Andaðu að þér sjávarloftinu í Tælandi. Þessi laug er á The Library í Koh Samui.
10. Þessi laug er í Berlín; Arena Badeschiff flýtur inn í Spree ána.
Ef þú vilt sjá meira þá eru hér hinar 27.
Lestu einnig: 21 útgáfa af paradís á jörð – Myndir!
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.