Ég er einstaklega hrifin af orðinu “skvísa” þessa dagana, elska þegar ég er kölluð skvísa, fæ komment á Facebook að ég sé skvísa og svo framvegis…
Ég veit ekki hvort þetta stafar af því að maður er flesta daga með nefið ofaní skólabókunum, hlaupandi á eftir tveimur orkumiklum gaurum eða hreinlega skvísar sig of lítið upp og finnur sér hreinlega bara ekki tilefni til þess?
Nú hef ég ákveðið það að sunnudagar verða svokallaðir “sparidagar”. Þá fer ég í “skvísugallann”, laga hárið til, skelli farða á andlitið og passa mig að vera búin að naglalakka mig kvöldið áður.
Af hverju eigum við að geyma einhverja flík inn í fataskáp fyrir visst tilefni (nema ef það er brúðarkjóllinn)? Tökum fram flottu flíkurnar okkar og klæðumst þeim í staðinn fyrir að vera að dást af þeim hangandi á herðartrénu. Skelltu á þig eyrnalokkunum sem þú erfðir eftir ömmu þína, farðu í fína skó og varalitaðu þig. Það er alveg hreint ótrúlegt hvað fallegur varalitur gerir fyrir útlitið, maður lýsist algjörlega upp!
Ég hef lært það undanfarið að lífið er hverfult og við eigum að njóta hvers dags til hins ýtrasta. Þess vegna langar mig að “skvísa” mig upp annað slagið-jafnvel þó að skvísulúkkið fari aðeins yfir strikið… Það má.
Rannveig er útskrifuð sem hársnyrtir en leggur nú stund á nám í fjölmiðlafræði. Henni finnst fátt skemmtilegta en að stunda margskonar líkamsrækt og er ekki hrædd við það að prófa nýjungar í þeim efnum, Rannveig er þessi týpíska meyja sem verður að hafa allt tip top, ofur pjöttuð að mati margra en lætur sér fátt um það finnast. Hún á tvo stráka og er harðgift.
Fylgdu Rannveigu á Instagram rannveigjonina og á Twitter @MissisRannveig