Alltaf að nota augnhárabrettarann, áður en þú setur maskarann á augnhárin.
Ef maskarinn er komin á áttu á hættu á að brjóta augnhárin með augnhárabrettaranum, sérstaklega ef þú ert að nota gamlan maskara.
Skiptu út maskaranum á 4-6 mánaða fresti eða um leið og hann er farin að lykta undarlega eða byrjaður að kekkjast.
Þú ættir ekki að taka neina áhættu varðandi augnsnyrtivörur vegna sýkingarhættu. Þegar þú kaupir nýjan maskara skaltu loka honum vel eftir notkun (heldur bakteríum burt) reyna að forðast að „pumpa“ burstann mikið eða deila honum með öðrum.
Ég gef minn ef einhver hefur fengið hann lánaðan, heldur en að nota hann aftur því það bregst ekki -ég fæ augnsýkingu ef ég nota sama maskara og aðrir.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.